Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 09:14 Samkvæmt upplýsingum á vef embættis landlæknis fengu 15.600 Íslendingar ávísað parasetamóllyfjum árið 2019. Þar sem parasetamól fæst án lyfseðils má gera ráð fyrir að þeir sem fá því ávísað séu að nota það til langs tíma. Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira