Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 09:14 Samkvæmt upplýsingum á vef embættis landlæknis fengu 15.600 Íslendingar ávísað parasetamóllyfjum árið 2019. Þar sem parasetamól fæst án lyfseðils má gera ráð fyrir að þeir sem fá því ávísað séu að nota það til langs tíma. Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira