Sjóvá semur við nýja aðila til að sjá um vegaaðstoðina Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2022 07:54 Sjóvá rifti í haust samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu frá árinu 2007. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá hefur gert samning við Securitas um að sinna vegaaðstoð fyrir viðskiptavini tryggingafélagsins. Sjóvá sögðu í haust upp samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu, en forsvarsmenn FÍB vildu meina að Sjóvá hafi með því verið að hefna sín eftir að félagið gagnrýndi tryggingafélagið vegna fimm milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Sjóvá segir hins vegar að tilboð hafi borist frá Securitas síðasta sumar sem hafi svo endað með samkomulagi að loknum viðræðum. Sagt er frá því í tilkynningu frá Sjóvá að samið hafi verið við Securitas um að sinna vegaaðstoðinni sem felst í að viðskiptavinir geti fengið aðstoð ef bílar þeirra verða straum- eða bensínlausir á skilgreindum svæðum, dekk springur eða aðstoðar er þörf við útfyllingu tjónaskýrslu. Tilboð barst síðasta sumar Sjóvá hefur boðið viðskiptavinum upp á vegaaðstoð frá árinu 2007. „Hingað til hefur FÍB Aðstoð séð um að veita þjónustuna en eftir að tilboð barst frá Securitas síðastliðið sumar hófust viðræður milli félaganna sem enduðu með samkomulagi,“ segir í tilkynningunni, en Securitas mun alfarið taka við þjónustunni um næstu mánaðamót. Sjóvá sagði upp samningnum við FÍB í október, um mánuði eftir að FÍB skoraði á Sjóvá að skila „ofteknum iðgjöldum, ekki síst af bílatryggingum“, í stað þess að láta fjárhæðir fara til hluthafa. Var þar vísað í 2,5 milljarða greiðslu til hluthafa í tengslum við hlutafjárlækkun, auk 2,65 milljarða króna arðgreiðslu. Tryggingar Bílar Sjóvá Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Sjóvá sögðu í haust upp samningi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem hafði sinnt verkefninu, en forsvarsmenn FÍB vildu meina að Sjóvá hafi með því verið að hefna sín eftir að félagið gagnrýndi tryggingafélagið vegna fimm milljarða króna greiðslu til hluthafa tryggingafélagsins. Sjóvá segir hins vegar að tilboð hafi borist frá Securitas síðasta sumar sem hafi svo endað með samkomulagi að loknum viðræðum. Sagt er frá því í tilkynningu frá Sjóvá að samið hafi verið við Securitas um að sinna vegaaðstoðinni sem felst í að viðskiptavinir geti fengið aðstoð ef bílar þeirra verða straum- eða bensínlausir á skilgreindum svæðum, dekk springur eða aðstoðar er þörf við útfyllingu tjónaskýrslu. Tilboð barst síðasta sumar Sjóvá hefur boðið viðskiptavinum upp á vegaaðstoð frá árinu 2007. „Hingað til hefur FÍB Aðstoð séð um að veita þjónustuna en eftir að tilboð barst frá Securitas síðastliðið sumar hófust viðræður milli félaganna sem enduðu með samkomulagi,“ segir í tilkynningunni, en Securitas mun alfarið taka við þjónustunni um næstu mánaðamót. Sjóvá sagði upp samningnum við FÍB í október, um mánuði eftir að FÍB skoraði á Sjóvá að skila „ofteknum iðgjöldum, ekki síst af bílatryggingum“, í stað þess að láta fjárhæðir fara til hluthafa. Var þar vísað í 2,5 milljarða greiðslu til hluthafa í tengslum við hlutafjárlækkun, auk 2,65 milljarða króna arðgreiðslu.
Tryggingar Bílar Sjóvá Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira