Á besta aldri í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. febrúar 2022 08:31 Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar