Á besta aldri í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. febrúar 2022 08:31 Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun