550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun