Shaq segir Simmons haga sér eins og smábarn og hann tapar líka milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers á síðustu leiktíð. Getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons neitar enn að spila með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og það virðist engin lausn vera í sjónmáli. Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga. NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga.
NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira