Shaq segir Simmons haga sér eins og smábarn og hann tapar líka milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers á síðustu leiktíð. Getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons neitar enn að spila með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og það virðist engin lausn vera í sjónmáli. Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga. NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga.
NBA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum