Skoðun

Trúðu á þig sjálfa/n

Kristján Hafþórsson skrifar

Ég hef trú á því að þú getir allt sem þú vilt og svo miklu meira til. Ég trúi því að þú sért hæfileikabúnt og að þú munir finna ástríðuna þína ef þú hefur ekki fundið hana nú þegar. Pældu í því hvað við erum öll mögnuð og hæfileikarík. Trúðu á þig sjálfa/n og gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að láta drauma þína rætast.

Það er svo mikilvægt að trúa á sig sjálfa/n og eitt það besta sem þú getur gert fyrir aðra manneskju er að segja að þú trúir á viðkomandi. Láta viðkomandi vita að hann/hún getur allt sem hann/hún vill, því það er satt. Grípum tækifærin þegar þau gefast og verum samkvæm sjálfum okkur.

Verum opin fyrir því að læra og reynum að átta okkur á styrkleikum okkar sem og veikleikum. Það er svo mikilvægt að vera hreinskilin/n við sig sjálfa/n, því það er enginn fullkominn.

Mundu að þú ert mögnuð og frábær manneskja og haltu áfram að vera þú.

Ást og friður.

Höfundur er lífskúnstner og gleðigjafi.




Skoðun

Sjá meira


×