Krafa um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum Drífa Snædal og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 3. febrúar 2022 14:01 Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg nú í upphafi árs 2022. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og fjöldi fólks býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, bæði á leigu- og eignamarkaði. Hækkandi verðbólga er því eins og olía á eldinn, enda hækkar húsnæðiskostnaður bæði leigjenda og eigenda. Þessi vandi er heimatilbúinn og hefur verið lengi í smíðum. Til að takast á við hann þarf að nást samstaða um hvert skal stefna. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar eru skýrar í þeim efnum. Við viljum að sett verði langtímamarkmið um að eigi síðar en árið 2030 búi allir við húsnæðisöryggi. Það er í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Húsnæðisöryggi telst til grundvallarmannréttinda og í því felst að fólk búi við heilsusamlegar aðstæður og að húsnæðiskostnaður sé ekki íþyngjandi. Til að ná þessu markmiði er miðað við að fólk greiði ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæðiskostað og hafi raunverulegt val á milli leigu, eignar eða búseturéttar. Um þessi markmið verðum við öll að sameinast og hafa þau að leiðarljósi þegar útfærðar verða bæði skammtíma- og langtímaaðgerðir til að leysa húsnæðisvandann. Ábyrg húsnæðisuppbygging Í gegnum tíðina hefur verkalýðshreyfingin ekki látið sitt eftir liggja í húsnæðismálum. Breiðholtið var byggt á grundvelli kjarasamninga og þrotlausrar baráttu launafólks en fram að þeim tíma bjó fjöldi vinnandi fólks í bæði óöruggu og heilsuspillandi húsnæði. Með stofnun Bjargs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, og lögum um almennar íbúðir frá árinu 2016 hefur fjölda fólks verið gert kleift að koma öruggu þaki yfir höfuð á viðráðanlegum kjörum. Bjarg hefur nú þegar reist á sjöunda hundrað íbúða og á áttunda hundrað eru á framkvæmdastigi. Húsnæðiskostnaður étur upp launahækkanir Mikill skortur hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land á sama tíma og lánskjör hafa verið óvenju hagfelld. Það hefur haft þær afleiðingar að húsnæðisverð hefur hækkað hratt á undangengnum árum. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 30% frá undirritun lífskjarasamnings í apríl 2019, vísitala leiguverðs um 7,6% en vísitala kaupmáttar launa um 6,6%. Húsnæðiskostnaður er því að éta upp launahækkanir enda er húsnæði stærsti útgjaldaliður heimila og ræður miklu um almenn lífskjör. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á að framboð íbúða til sölu sé í sögulegu lágmarki í framhaldi af metfjölda kaupsamninga á árinu 2021. Íbúðum í byggingu fækkar einnig sem mun hafa í för með sér minnkandi framboð íbúða á meðan vísbendingar eru um verulega aukna íbúðaþörf á komandi árum. Þúsundir íbúða vantar því á markaðinn á næstu árum til að anna eftirspurn. Sem dæmi má nefna að um 1600 manns eru á biðlista eftir íbúð frá Bjargi en um 200 hafa bæst við frá því í október. Kannanir HMS, Hagstofu Íslands og Vörðu sýna að vaxandi hópur fólks í tekjulægstu hópunum býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta á sérstaklega við um einstæða foreldra og einhleypa. Sem dæmi má nefna að samkvæmt skýrslum HMS um stöðuna á leigumarkaði greiddu rúmlega 70% leigjenda meira en 30% af ráðstöfunartekjum heimilisins í leigu árið 2020 og rúm 30% leigjenda greiddu meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Grípa þarf til aðgerða strax Staðan á húsnæðismarkaði kallar á tafarlausar aðgerðir, annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma. Endurvekja þarf tilfærslukerfin sem stjórnvöld hafa markvisst látið daga uppi og taka upp vaxtabætur til húsnæðiseigenda, húsaleigubætur fyrir leigjendur og raunverulegan stuðning við barnafjölskyldur. Þetta er skilvirkasta leiðin til að koma stuðningi til þeirra sem á þurfa að halda. Í gegnum kreppuna sem heimsfaraldurinn kallaði yfir okkur hafa bankarnir skilað miklum hagnaði og eru því í góðri stöðu til að annað hvort draga sjálfir úr vaxtamun og arðsemiskröfu sinni eða að taka á sig auknar byrðar í gegnum bankaskatt sem hægt er að nota til að fjármagna þær aðgerðir sem grípa þarf til. Samhliða þurfa stjórnvöld að tryggja með lagasetningu að lánveitendur fasteignalána deili kostnaði með lántakendum vegna vaxtahækkana og verðbólgu, en hér á landi hefur verið farin sú leið að láta lántakendur eina bera byrðarnar, hvort sem þeir eru með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Við tökum einnig undir tillögur Neytendasamtakanna sem miða að því að kæla fasteignamarkaðinn með fastmótaðra tilboðsferli við fasteignakaup, sem tryggi réttindi fólks þegar það leggur út fyrir því sem í lífi flestra er stærsta fjárfesting ævinnar. Langtímahugsun í húsnæðismálum Hefjast þarf handa við langtímaaðgerðir þegar í stað. Framboð af húsnæði af réttri tegund og á réttum stað er forsenda þess að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og um leið forsenda fyrir atvinnuuppbyggingu. Átakshugsun þarf að víkja fyrir langtímaáætlunum, enda er ekki erfitt að spá fyrir um þörf á íbúðum í ekki fjölmennara landi. Það þarf að byggja rétt magn af húsnæði í samræmi við þarfir eftir fjölskyldugerð, aldri, landssvæðum og öðrum þáttum. Uppbyggingin þarf að vera stöðug en þannig má koma í veg fyrir að fasteignaverð haldi áfram að hækka óhóflega sem aftur skerðir lífskjör almennings. Skilgreina þarf með lögum hlutfall húsnæðis sem byggt er án hagnaðarsjónarmiða, enda er uppbygging á félagslegum grunni besta leiðin til að tryggja húsnæðisöryggi, hvort sem er til eignar eða leigu. Lóðaframboð þarf að vera í takti við þörf á nýbyggingum og samspil húsnæðisstuðningskerfanna á að virka með þeim hætti að húsnæðiskostnaður nemi ekki meiru en fjórðungi af ráðstöfunartekjum heimila. Taka þarf ákvörðun um hversu mikið hlutfall húsnæðis er ásættanlegt að hafa í útleigu til ferðamanna en fyrir heimsfaraldur voru dæmi um að í sumum hverfum Reykjavíkur væri ein af hverjum átta íbúðum í skammtímaútleigu til ferðmanna. Kynslóðir í skuldaánauð Sú afskiptaleysisstefna sem hefur einkennt húsnæðismál hér á landi hefur gengið sér til húðar. Ef ekkert er að gert verða heilu kynslóðirnar hnepptar í skuldaánauð sem ekki er hægt að sjá fyrir endann á. Það mun leiða til viðvarandi óstöðugleika í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Það er enga lausn að finna á hinum frjálsa markaði. Við höfnum alfarið þeirri nálgun að einu aðgerðirnar sem þurfi að grípa til sé að draga úr eftirliti og reglum um byggingar. Það getur leitt til þess að fleira fólk þurfi að búa í minna og verra húsnæði. ASÍ og BSRB hafa kallað eftir því að stjórnvöld taki höndum saman við verkalýðshreyfinguna og hefjist strax handa við að leysa úr húsnæðiskrísunni í samræmi við þau meginmarkmið að tryggja öllum öruggt húsnæði og að húsnæðiskostnaður verði ekki meiri en fjórðungur af tekjum. Við í verkalýðshreyfingunni erum tilbúin til verka. Drífa Snædal forseti ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg nú í upphafi árs 2022. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og fjöldi fólks býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, bæði á leigu- og eignamarkaði. Hækkandi verðbólga er því eins og olía á eldinn, enda hækkar húsnæðiskostnaður bæði leigjenda og eigenda. Þessi vandi er heimatilbúinn og hefur verið lengi í smíðum. Til að takast á við hann þarf að nást samstaða um hvert skal stefna. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar eru skýrar í þeim efnum. Við viljum að sett verði langtímamarkmið um að eigi síðar en árið 2030 búi allir við húsnæðisöryggi. Það er í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Húsnæðisöryggi telst til grundvallarmannréttinda og í því felst að fólk búi við heilsusamlegar aðstæður og að húsnæðiskostnaður sé ekki íþyngjandi. Til að ná þessu markmiði er miðað við að fólk greiði ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæðiskostað og hafi raunverulegt val á milli leigu, eignar eða búseturéttar. Um þessi markmið verðum við öll að sameinast og hafa þau að leiðarljósi þegar útfærðar verða bæði skammtíma- og langtímaaðgerðir til að leysa húsnæðisvandann. Ábyrg húsnæðisuppbygging Í gegnum tíðina hefur verkalýðshreyfingin ekki látið sitt eftir liggja í húsnæðismálum. Breiðholtið var byggt á grundvelli kjarasamninga og þrotlausrar baráttu launafólks en fram að þeim tíma bjó fjöldi vinnandi fólks í bæði óöruggu og heilsuspillandi húsnæði. Með stofnun Bjargs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, og lögum um almennar íbúðir frá árinu 2016 hefur fjölda fólks verið gert kleift að koma öruggu þaki yfir höfuð á viðráðanlegum kjörum. Bjarg hefur nú þegar reist á sjöunda hundrað íbúða og á áttunda hundrað eru á framkvæmdastigi. Húsnæðiskostnaður étur upp launahækkanir Mikill skortur hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land á sama tíma og lánskjör hafa verið óvenju hagfelld. Það hefur haft þær afleiðingar að húsnæðisverð hefur hækkað hratt á undangengnum árum. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 30% frá undirritun lífskjarasamnings í apríl 2019, vísitala leiguverðs um 7,6% en vísitala kaupmáttar launa um 6,6%. Húsnæðiskostnaður er því að éta upp launahækkanir enda er húsnæði stærsti útgjaldaliður heimila og ræður miklu um almenn lífskjör. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á að framboð íbúða til sölu sé í sögulegu lágmarki í framhaldi af metfjölda kaupsamninga á árinu 2021. Íbúðum í byggingu fækkar einnig sem mun hafa í för með sér minnkandi framboð íbúða á meðan vísbendingar eru um verulega aukna íbúðaþörf á komandi árum. Þúsundir íbúða vantar því á markaðinn á næstu árum til að anna eftirspurn. Sem dæmi má nefna að um 1600 manns eru á biðlista eftir íbúð frá Bjargi en um 200 hafa bæst við frá því í október. Kannanir HMS, Hagstofu Íslands og Vörðu sýna að vaxandi hópur fólks í tekjulægstu hópunum býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta á sérstaklega við um einstæða foreldra og einhleypa. Sem dæmi má nefna að samkvæmt skýrslum HMS um stöðuna á leigumarkaði greiddu rúmlega 70% leigjenda meira en 30% af ráðstöfunartekjum heimilisins í leigu árið 2020 og rúm 30% leigjenda greiddu meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Grípa þarf til aðgerða strax Staðan á húsnæðismarkaði kallar á tafarlausar aðgerðir, annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma. Endurvekja þarf tilfærslukerfin sem stjórnvöld hafa markvisst látið daga uppi og taka upp vaxtabætur til húsnæðiseigenda, húsaleigubætur fyrir leigjendur og raunverulegan stuðning við barnafjölskyldur. Þetta er skilvirkasta leiðin til að koma stuðningi til þeirra sem á þurfa að halda. Í gegnum kreppuna sem heimsfaraldurinn kallaði yfir okkur hafa bankarnir skilað miklum hagnaði og eru því í góðri stöðu til að annað hvort draga sjálfir úr vaxtamun og arðsemiskröfu sinni eða að taka á sig auknar byrðar í gegnum bankaskatt sem hægt er að nota til að fjármagna þær aðgerðir sem grípa þarf til. Samhliða þurfa stjórnvöld að tryggja með lagasetningu að lánveitendur fasteignalána deili kostnaði með lántakendum vegna vaxtahækkana og verðbólgu, en hér á landi hefur verið farin sú leið að láta lántakendur eina bera byrðarnar, hvort sem þeir eru með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Við tökum einnig undir tillögur Neytendasamtakanna sem miða að því að kæla fasteignamarkaðinn með fastmótaðra tilboðsferli við fasteignakaup, sem tryggi réttindi fólks þegar það leggur út fyrir því sem í lífi flestra er stærsta fjárfesting ævinnar. Langtímahugsun í húsnæðismálum Hefjast þarf handa við langtímaaðgerðir þegar í stað. Framboð af húsnæði af réttri tegund og á réttum stað er forsenda þess að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og um leið forsenda fyrir atvinnuuppbyggingu. Átakshugsun þarf að víkja fyrir langtímaáætlunum, enda er ekki erfitt að spá fyrir um þörf á íbúðum í ekki fjölmennara landi. Það þarf að byggja rétt magn af húsnæði í samræmi við þarfir eftir fjölskyldugerð, aldri, landssvæðum og öðrum þáttum. Uppbyggingin þarf að vera stöðug en þannig má koma í veg fyrir að fasteignaverð haldi áfram að hækka óhóflega sem aftur skerðir lífskjör almennings. Skilgreina þarf með lögum hlutfall húsnæðis sem byggt er án hagnaðarsjónarmiða, enda er uppbygging á félagslegum grunni besta leiðin til að tryggja húsnæðisöryggi, hvort sem er til eignar eða leigu. Lóðaframboð þarf að vera í takti við þörf á nýbyggingum og samspil húsnæðisstuðningskerfanna á að virka með þeim hætti að húsnæðiskostnaður nemi ekki meiru en fjórðungi af ráðstöfunartekjum heimila. Taka þarf ákvörðun um hversu mikið hlutfall húsnæðis er ásættanlegt að hafa í útleigu til ferðamanna en fyrir heimsfaraldur voru dæmi um að í sumum hverfum Reykjavíkur væri ein af hverjum átta íbúðum í skammtímaútleigu til ferðmanna. Kynslóðir í skuldaánauð Sú afskiptaleysisstefna sem hefur einkennt húsnæðismál hér á landi hefur gengið sér til húðar. Ef ekkert er að gert verða heilu kynslóðirnar hnepptar í skuldaánauð sem ekki er hægt að sjá fyrir endann á. Það mun leiða til viðvarandi óstöðugleika í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Það er enga lausn að finna á hinum frjálsa markaði. Við höfnum alfarið þeirri nálgun að einu aðgerðirnar sem þurfi að grípa til sé að draga úr eftirliti og reglum um byggingar. Það getur leitt til þess að fleira fólk þurfi að búa í minna og verra húsnæði. ASÍ og BSRB hafa kallað eftir því að stjórnvöld taki höndum saman við verkalýðshreyfinguna og hefjist strax handa við að leysa úr húsnæðiskrísunni í samræmi við þau meginmarkmið að tryggja öllum öruggt húsnæði og að húsnæðiskostnaður verði ekki meiri en fjórðungur af tekjum. Við í verkalýðshreyfingunni erum tilbúin til verka. Drífa Snædal forseti ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun