Róttækar breytingar á flestum heimilum Snorri Másson skrifar 1. febrúar 2022 23:30 Fjöldi heimila er ekki með allar nauðsynlegar tunnur. Vísir/Vilhelm Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira