Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:49 Flugvél United Airlines á O'Hare flugvelli í Chicago. Scott Olson/Getty Images Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað. Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað.
Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira