Svona gætu sorptunnurnar þínar litið út í vor Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2022 06:00 Tillaga starfshópsins að fyrirkomulagi íláta við fjölbýlishús. Stærð og fjöldi þeirra á að taka mið af fjölda íbúa. SSH Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira