Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 13:35 Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“ Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“
Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03
Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41