Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:47 Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls sem skrifaði undir nafni Will Ferrell. Vísir Fréttablaðið og Ríkisútvarpið féllu í gildru Twitter-trölls þegar miðlarnir greindu frá því í gærkvöldi að bandaríski leikarinn og Íslandsvinurinn Will Ferrell hefði áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að bandaríski stórleikarinn Will Ferrell hafi spurt á Twitter hvort hann gæti ekki flutt framlag Íslands í Eurovision þetta árið. RÚV gerði það sömuleiðis og vísuðu miðlarnir báðir í tíst aðgangsins @OfficialWilllF, sem skrifar undir nafni leikarans. Could I be Iceland’s singer in Eurovision this year? 👀— Will Ferrell 🌐 (@OfficialWilllF) January 28, 2022 Ferrell lék og skrifaði kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem hann lék íslenskan keppanda í Eurovision og vakti mikla lukku. Ferrell er mikill Eurovision-aðdáandi en eiginkona hans Viveca Paulin er sænsk. Twitter-tröll eru ekkert nýtt fyrirbæri. Frá því að samfélagsmiðillin hóf göngu sína hefur það verið nokkuð vinsælt að skrifa undir nafni einhvers annars í gríni. Fólk var ekki lengi að fatta að Will Ferrell sjálfur hefði ekki óskað eftir að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni. 🤡 pic.twitter.com/9v817rFJ3G— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 28, 2022 RÚV hamraði gæsina glóðvolgahttps://t.co/esTa8sw6VT— Steinn Hildar (@hardnormaldaddy) January 29, 2022 Fréttablaðið og RÚV leiðréttu misskilninginn í gærkvöldi eftir að netverjar bentu á mistökin á Twitter. Fréttablaðið leiðrétti misskilninginn um klukkutíma eftir að upprunalega fréttin var birt.Skjáskot Ætli við verðum ekki að bíða og sjá hvort Ferrell muni sækjast eftir þessu mikilvæga hlutverki í raun en keppendur í Söngvakeppni sjónvarpsins verða kynntir næsta laugardag. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur keppa í Söngvakeppninni Íslenska kvennasveitin Reykajvíkurdætur munu keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst 19. febrúar næstkomandi á RÚV. 29. janúar 2022 07:30 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að bandaríski stórleikarinn Will Ferrell hafi spurt á Twitter hvort hann gæti ekki flutt framlag Íslands í Eurovision þetta árið. RÚV gerði það sömuleiðis og vísuðu miðlarnir báðir í tíst aðgangsins @OfficialWilllF, sem skrifar undir nafni leikarans. Could I be Iceland’s singer in Eurovision this year? 👀— Will Ferrell 🌐 (@OfficialWilllF) January 28, 2022 Ferrell lék og skrifaði kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem hann lék íslenskan keppanda í Eurovision og vakti mikla lukku. Ferrell er mikill Eurovision-aðdáandi en eiginkona hans Viveca Paulin er sænsk. Twitter-tröll eru ekkert nýtt fyrirbæri. Frá því að samfélagsmiðillin hóf göngu sína hefur það verið nokkuð vinsælt að skrifa undir nafni einhvers annars í gríni. Fólk var ekki lengi að fatta að Will Ferrell sjálfur hefði ekki óskað eftir að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni. 🤡 pic.twitter.com/9v817rFJ3G— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 28, 2022 RÚV hamraði gæsina glóðvolgahttps://t.co/esTa8sw6VT— Steinn Hildar (@hardnormaldaddy) January 29, 2022 Fréttablaðið og RÚV leiðréttu misskilninginn í gærkvöldi eftir að netverjar bentu á mistökin á Twitter. Fréttablaðið leiðrétti misskilninginn um klukkutíma eftir að upprunalega fréttin var birt.Skjáskot Ætli við verðum ekki að bíða og sjá hvort Ferrell muni sækjast eftir þessu mikilvæga hlutverki í raun en keppendur í Söngvakeppni sjónvarpsins verða kynntir næsta laugardag.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur keppa í Söngvakeppninni Íslenska kvennasveitin Reykajvíkurdætur munu keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst 19. febrúar næstkomandi á RÚV. 29. janúar 2022 07:30 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
Reykjavíkurdætur keppa í Söngvakeppninni Íslenska kvennasveitin Reykajvíkurdætur munu keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst 19. febrúar næstkomandi á RÚV. 29. janúar 2022 07:30