Jafnrétti er allskyns Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar