Jafnrétti er allskyns Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar