Óli Stef kom íslenskri stelpu á Mallorca til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 14:03 Ólafur Stefánsson býr sig undir að taka vítakast í leik með Magdeburg í mars árið 2002. Þá var hann 28 ára gamall og af mörgum talinn einn besti handboltamaður heims ef ekki sá besti. Getty Images/Oliver Weiken Ólafur Stefánsson, fjórfaldur íþróttamaður ársins og handboltakempa, kom ókunnugri íslenskri menntaskólastelpu til aðstoðar á Mallorca sumarið 2002. Talið var að stelpunni hefði verið byrlað ólyfjan í útskriftarferð. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður grunnnáms hjá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi handboltamaður, segir frá þessu á Twitter í dag. Ásgeir var í umræddri útskriftarferð þegar þeir rákust á Ólaf Stefánsson, þá á hátindi ferilsins. Eftir stórskemmtilegt kvöld í félagsskap Ólafs varð útlitið svart en það var þá sem handboltakempan lét til sín taka, utan vallar. Þrammandi partí Frásögn Ásgeirs hefur vakið mikla athygli. Hann segir í stuttu samtali við Vísi þykjast vita að Ólafur hafi engan áhuga á að fara í einhvern hetjubúning. En hann sé bara bestur. Það sé bara þannig. Smá saga af Óla Stef og hvernig hann bjargaði vinkonu minni um árið sem hafði verið byrlað. Þráður.— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) January 21, 2022 „Ég var staddur ásamt fríðum hópi í útskriftarferð á Mallorca 2002. Það var þrammandi partí í tvær vikur og ungt fólk aldrei upplifað annað eins frelsi,“ segir Ásgeir. „Þarna var Óli Stef þegar besti handboltamaður heims. Hann hafði farið á kostum með Magdeburg, sem vann Meistaradeildina þetta ár þar sem hann var yfirburðarmaður og markahæstur í úrslitum. Líka markahæstur og í úrvalsliði Evrópumótsins sama ár.“ Ísland hafði hafnað í fjórða sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð í janúar og Ólafur svo farið á kostum með Magdeburg með fyrrnefndum árangri. Nei Íslendingar! Hefð hafi verið fyrir því að þýsku liðin færu í vikuferð í sólina að loknu löngu og ströngu tímabili. Með Ólafi voru meðal annars hornamaðurinn og þýski landsliðsmaðurinn Stefan Kretzschmar og fleiri kempur. Að sletta vel úr klaufunum. Ólafur Stefánsson er þekktur fyrir að pæla mikið í heimspeki og hefur auk þess vakið athygli fyrir gjörninga sína undanfarin ár.Vísir/Vilhelm „Við sátum á skemmtistað hópurinn og mikið partí í gangi þegar það er gripið um axlirnar á mér og vini mínum. „Nei Íslendingar“. Það var Óli. Á þessum tímapunkti var þetta svipað fyrir tvítugan handboltakappa að hitta Messi. Sem sagt fagnaðarfundir, a.m.k. fyrir annan okkar.“ Þau hafi öll skemmt sér saman fram eftir kvöldi. Mikil gleði þar til alvarlegt atvik átti sér stað. „Æskuvinkonu minni var byrlað ólyfjan af einhverju skítseiði og ástandið eftir því. Hringt á sjúkrabíl og ég fór með henni. Óli áttaði sig á því að við yrðum í miklum vanda þar sem hvorugt okkar talaði spænsku. Óli hafði lært spænsku sjálfur í nokkra mánuði á undan, eins og maður gerir bara? og var farinn að tala fínustu spænsku. Hann bauðst til að koma með okkur.“ Sem reyndist eins gott. Ólafur hafði rétt fyrir sér. Kristallar persónuna sem Óli er „Ekki nokkur maður talaði ensku á spítalanum og við hefðum verið í algjöru basli án hans. Óli tók öll samtölin, hjálpaði með alla pappíra og borgaði þann kostnað sem féll til. Á meðan verið var að huga að vinkonu minni sátum við biðstofunni og spjölluðum um heima og geima. Á svipuðum nótum og nýlegu podcasti. Óli talaði um mikilvægi þess að upplifa sjálfur, fara sínar leiðir, trú og dreyma. Flest sem hafði og hefur mótað hans ferðalag og gerir enn.“ Eftir um þrjá tíma hafi vinkona hans verið komin á fætur. Henni hafi ekki verið trúað þar sem kókaín hafi fundist í blóði hennar. Sjaldan sé prófað fyrir lyfjum sem notuð séu við byrlun. Ásgeir telur að kókaíni hafi verið hent í blönduna til að minnka líkurnar á að þolanda yrði trúað. Að neðan má sjá nærmynd af Ólafi úr Íslandi í dag árið 2010. „Hversu oft ætli byrlun hafi verið afskrifuð með þessum hætti? En allir komust heilir heim og sem betur fer fór þetta allt vel,“ segir Ásgeir. Hann staldrar við framtak Ólafs þetta kvöld á Mallorca. „Eins og ég nefndi í upphafi var Óli sennilega frægasti handboltamaður heims þarna. Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram. Fyrir mér kristallar þetta persónuna sem Óli er. Takk Óli.“ Ólafur er einn af sérfræðingum EM-stofunnar á RÚV þessa dagana á meðan karlalandsliðið keppir í Búdapest. Innkoma hans hefur vakið verðskuldaða athygli. Ólafur gaf út bókina Gleymna óskin árið 2019 og tók lagið af því tilefni. Íslendingar erlendis Handbolti Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður grunnnáms hjá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi handboltamaður, segir frá þessu á Twitter í dag. Ásgeir var í umræddri útskriftarferð þegar þeir rákust á Ólaf Stefánsson, þá á hátindi ferilsins. Eftir stórskemmtilegt kvöld í félagsskap Ólafs varð útlitið svart en það var þá sem handboltakempan lét til sín taka, utan vallar. Þrammandi partí Frásögn Ásgeirs hefur vakið mikla athygli. Hann segir í stuttu samtali við Vísi þykjast vita að Ólafur hafi engan áhuga á að fara í einhvern hetjubúning. En hann sé bara bestur. Það sé bara þannig. Smá saga af Óla Stef og hvernig hann bjargaði vinkonu minni um árið sem hafði verið byrlað. Þráður.— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) January 21, 2022 „Ég var staddur ásamt fríðum hópi í útskriftarferð á Mallorca 2002. Það var þrammandi partí í tvær vikur og ungt fólk aldrei upplifað annað eins frelsi,“ segir Ásgeir. „Þarna var Óli Stef þegar besti handboltamaður heims. Hann hafði farið á kostum með Magdeburg, sem vann Meistaradeildina þetta ár þar sem hann var yfirburðarmaður og markahæstur í úrslitum. Líka markahæstur og í úrvalsliði Evrópumótsins sama ár.“ Ísland hafði hafnað í fjórða sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð í janúar og Ólafur svo farið á kostum með Magdeburg með fyrrnefndum árangri. Nei Íslendingar! Hefð hafi verið fyrir því að þýsku liðin færu í vikuferð í sólina að loknu löngu og ströngu tímabili. Með Ólafi voru meðal annars hornamaðurinn og þýski landsliðsmaðurinn Stefan Kretzschmar og fleiri kempur. Að sletta vel úr klaufunum. Ólafur Stefánsson er þekktur fyrir að pæla mikið í heimspeki og hefur auk þess vakið athygli fyrir gjörninga sína undanfarin ár.Vísir/Vilhelm „Við sátum á skemmtistað hópurinn og mikið partí í gangi þegar það er gripið um axlirnar á mér og vini mínum. „Nei Íslendingar“. Það var Óli. Á þessum tímapunkti var þetta svipað fyrir tvítugan handboltakappa að hitta Messi. Sem sagt fagnaðarfundir, a.m.k. fyrir annan okkar.“ Þau hafi öll skemmt sér saman fram eftir kvöldi. Mikil gleði þar til alvarlegt atvik átti sér stað. „Æskuvinkonu minni var byrlað ólyfjan af einhverju skítseiði og ástandið eftir því. Hringt á sjúkrabíl og ég fór með henni. Óli áttaði sig á því að við yrðum í miklum vanda þar sem hvorugt okkar talaði spænsku. Óli hafði lært spænsku sjálfur í nokkra mánuði á undan, eins og maður gerir bara? og var farinn að tala fínustu spænsku. Hann bauðst til að koma með okkur.“ Sem reyndist eins gott. Ólafur hafði rétt fyrir sér. Kristallar persónuna sem Óli er „Ekki nokkur maður talaði ensku á spítalanum og við hefðum verið í algjöru basli án hans. Óli tók öll samtölin, hjálpaði með alla pappíra og borgaði þann kostnað sem féll til. Á meðan verið var að huga að vinkonu minni sátum við biðstofunni og spjölluðum um heima og geima. Á svipuðum nótum og nýlegu podcasti. Óli talaði um mikilvægi þess að upplifa sjálfur, fara sínar leiðir, trú og dreyma. Flest sem hafði og hefur mótað hans ferðalag og gerir enn.“ Eftir um þrjá tíma hafi vinkona hans verið komin á fætur. Henni hafi ekki verið trúað þar sem kókaín hafi fundist í blóði hennar. Sjaldan sé prófað fyrir lyfjum sem notuð séu við byrlun. Ásgeir telur að kókaíni hafi verið hent í blönduna til að minnka líkurnar á að þolanda yrði trúað. Að neðan má sjá nærmynd af Ólafi úr Íslandi í dag árið 2010. „Hversu oft ætli byrlun hafi verið afskrifuð með þessum hætti? En allir komust heilir heim og sem betur fer fór þetta allt vel,“ segir Ásgeir. Hann staldrar við framtak Ólafs þetta kvöld á Mallorca. „Eins og ég nefndi í upphafi var Óli sennilega frægasti handboltamaður heims þarna. Flestir hefðu bara horft á sjúkrabílinn keyra í burtu og haldið kvöldi sínu áfram. Fyrir mér kristallar þetta persónuna sem Óli er. Takk Óli.“ Ólafur er einn af sérfræðingum EM-stofunnar á RÚV þessa dagana á meðan karlalandsliðið keppir í Búdapest. Innkoma hans hefur vakið verðskuldaða athygli. Ólafur gaf út bókina Gleymna óskin árið 2019 og tók lagið af því tilefni.
Íslendingar erlendis Handbolti Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira