Fótbolti

Athletic Bilbao sló meistarana út í framlengingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Iker Muniain skoraði fyrsta og seinasta mark leiksins í kvöld.
Iker Muniain skoraði fyrsta og seinasta mark leiksins í kvöld. EPA-EFE/Miguel Tona

Atletic Bilbao gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Barcelona úr leik í spænsku bikarkeppninni Copa del Rey í kvöld með 3-2 sigri í framlengingu og er því á leið í átta liða úrslit.

Iker Muniain kom heimamönnum í Athletic Bilbao yfir strax á annarri mínútu eftir stoðsendingur frá Nico Williams.

Ferran Torres jafnaði metin fyrir Barcelona á 20. mínútu eftir undirbúning Sergio Busquets og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Illa gekk hjá báðum liðum að finna sigurmarkið í síðari hálfleik og stefndi því allt í framlengingu.

Inigo Martinez virtist svo hafa tryggt Athletic Bilbao sigurinn með marki á 86. mínútu, en Pedrijafnaði metin á ný fyrir Barcelona á þriðju mínútu uppbótartíma og því þurfti að grípa til framlengingar.

Rétt rúmum hundrað mínútum eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins tryggði Iker Muniain heimamönnum svo sigurinn af vítapunktinum, og um leið sæti í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×