Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:31 Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar