Hvernig má fyrirbyggja sálrænar afleiðingar COVID-19? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 17:31 Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun