Hætt við að börn sem sæta ítrekað sóttkví dragist aftur úr í námi Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. janúar 2022 23:31 Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af námi barna sem ítrekað fara í sóttkví, eða missa af öðrum ástæðum úr skóla vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Þá séu dæmi þess að foreldrar haldi börnum sínum heima í verndarsóttkví, þar sem þau sjálf eða heimilismenn séu í áhættuhópi. Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira