Hætt við að börn sem sæta ítrekað sóttkví dragist aftur úr í námi Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. janúar 2022 23:31 Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af námi barna sem ítrekað fara í sóttkví, eða missa af öðrum ástæðum úr skóla vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Þá séu dæmi þess að foreldrar haldi börnum sínum heima í verndarsóttkví, þar sem þau sjálf eða heimilismenn séu í áhættuhópi. Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður sendi til menntamálaráðuneytisins vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. Full ástæða til að hafa áhyggjur „Fólk hefur verið að velta fyrir sér aðgengi að námsgögnum og að geta fylgst með náminu á meðan börn eru í sóttkví. Sum þeirra hafa verið í sóttkví margoft, og einangrun. Við höfum verið að benda ráðuneytinu, sem er núna með sérstakt vöktunarteymi sem tengist sóttvarnaaðgerðum, á að það sé mikilvægt að það komi leiðbeiningar til skóla og kennara, þannig að öll börn sitji við sama borð,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún bætti við að aðstæður í skólum víða um landið væru nú verulega krefjandi. Því væri mikilvægt að skólastjórnendur og kennarar fengju skýrar leiðbeiningar frá ráðuneytinu, þannig að öllum börnum væri tryggð góð menntun við jafn krefjandi aðstæður og nú eru uppi. Salvör sagði þá fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að börn sem ítrekað þyrftu að sæta sóttkví, eða færu í einangrun, myndu dragast aftur úr. Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík.Vísir „Það er búin að vera mikil röskun á skólastarfinu þessi tvö ár og fjölmörg börn hafa verið í sóttkví, jafnvel endurtekið, eða með fjarvistir frá námi lengi vegna kannski aðstæðna á heimili og svo framvegis. Það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur. Þau hafa sjálf áhyggjur af þessu, við höfum heyrt það. Þannig að við þurfum núna virkilega að taka utan um börnin í þessum faraldri, sem eru búin að standa með okkur og leggja mjög mikið af mörkum í tvö ár. Við þurfum að taka utan um þeirra vinnustað, skólana, kennara, skólastjórnendur, til að tryggja það að börn geti virkilega náð upp aftur, þau sem hafa mögulega dregist aftur úr,“ sagði Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira