Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 14:53 Icelandair fékk nýverið leyfi til að fljúga 170 flugferðir á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Vísir/Vilhelm Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29