Hinir hljóðu og jafnvel gleymdu framlínustarfsmenn Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:00 Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar