Hinir hljóðu og jafnvel gleymdu framlínustarfsmenn Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:00 Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum er mikið rætt um hvar álagið sé mest, margir hópar láta í sér heyra og þetta getur jafnvel farið að hljóma eins og einhverskonar keppni í hver hefur það verst og hver sé undir mestu álagi Það er ekkert launungarmál að það er mikið álag á þjóðarsjúkrahúsi allra landsmanna og á heilsugæslunni. Komið hefur fram í fréttum að það standi til að launa framlínustarfsfólki LSH sérstaklega fyrir að standa vaktina undir þessu álagi. Sem er frábært og eiga þau það öll án efa skilið. Víða annars staðar í velferðarþjónustu starfar stór hópur fólks, hljóður hópur fólks, t.d. á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sambýlum. Þessi hópur sinnir umönnun aldraðra, hrumra og langveikra og hefur covid-19 haft mikil áhrif á störf þeirra. Hvert einasta hjúkrunarheimili og hver einasta stofnun fer heldur ekki varhluta af heimsfaraldrinum. Margt starfsfólk er frá vegna sóttkvíar og einangrunar. Það veldur auknu álagi á samstarfsfólk sem veldur álagi á aðra starfsmenn sem vinnur meira, hraðar og taka hverja aukavaktina á fætur annarri til að mögulegt sé að sinna grunnþörfum íbúa og skjólstæðinga. Nánast hvert einasta hjúkrunarheimili og margar stofnanir hafa eða eru að sinna íbúum og skjólstæðingum sem eru í sóttkví og/eða einangrun vegna Covid-19. Þeim sinnir þessi hópur þegjandi og hljóðalaust í hlífðarbúnaði í vaktavinnu allan sólarhringinn. Ég þori að fullyrða að næstum hver einasti starfsmaður hjúkrunarheimilis hefur nánast verið í sjálfskipaðri sóttkví í hverri einustu bylgju sem yfir okkur hefur gengið. Enda sýna tölur frá afdrifum faraldursins á þennan hóp á Íslandi það glögglega. Hræðslan við að smita íbúaog skjóstæðinga er mikil og fólk upplifir hræðslu vegna hugsanlegrar smitskammar sem á alls ekki við rök að styðjast, sér í lagi við þessu afbrigði sem geisar núna. Sem er líkt og vatn sem flæðir allstaðar að og við komumst ekki hjá. Sem betur fer er afbrigðið einnig vægara hjá flestum í þessum hópi skjólstæðinga. Margt starfsfólk tekur „covid-stöðuna“ á sér fyrir hverja vakt og kvíðir hverjum einasta degi. Þau mæta samt til vinnu alveg sama hvað og standa sig eins og hetjur við að sinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta fólk á svo sannarlega skilið fjárhagslega umbun frá yfirvöldum og hrósum frá samfélaginu. Ég er allavega ótrúlega stolt og hreykin af því að tilheyra þessum starfsmannahópi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar