Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir skýrslu ráðherra um sóttvarnaaðgerðir? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. janúar 2022 08:01 Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun