Ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 17. janúar 2022 12:00 Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks. Eitt það mikilvægasta sem bandamaður getur gert (að mínu mati) er að hjálpa röddum fatlaðs fólks að heyrast. Það þýðir að tala ekki yfir fatlaðar raddir og benda öðru fólki á þegar það talar yfir fatlað fólk. Það þýðir þó ekki að rödd þín sem bandamaður sé ekki mikilvæg, heldur aðeins að þú verðir að nota hana á réttum stað og tíma til þess að hjálpa málstaðnum. Einnig er mjög mikilvægt að horfast í augu við sína eigin fordóma, líka fyrir fatlað fólk. Það virðast fáir átta sig á því að fötlunarfordómar eru líka algengir innan hópa fólks sem er fatlað sjálft. Það réttlætir þó þessa fordóma engan veginn. Að mínu mati sannar þetta aðeins að fötlunarfordómar geta verið til staðar hvar sem er og þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart þeim. Nú ætla ég að ávarpa aðstandendur fatlaðs fólks: lang flest ykkar eru alveg frábærar manneskjur, en ég verð að benda á að það eru til aðstandendur fatlaðs fólks sem láta fötlun vinar/vinkonu, ættingja eða annars konar aðstandanda snúast um sig. Þetta er mjög skaðlegt. Við höfum líklega flest séð myndir, sjónvarpsþætti eða jafnvel auglýsingar sem tala aðeins um hvernig fötlun hefur áhrif á aðstandendur fatlaðs fólks, en ekki á fötluðu manneskjuna sjálfa. Þessar myndir/þættir/auglýsingar virðast oft reyna að sjá aðeins erfiðu hlið fötlunar (sem er ekki einu sinni fötluðu manneskjunni að kenna) og biðja áhorfendur um að vorkenna fjölskyldu fötluðu manneskjunnar fyrir að eiga fatlaðan aðstandanda. Þetta er ömurlegt og mjög skaðlegt mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Aftur, ég er ekki að segja að margir aðstandendur séu svoleiðis, ég er aðeins að benda á þetta. Það er ekki í lagi að hunsa og tala yfir fatlaðar raddir. Punktur. Ég ætla einnig að nefna nokkra hluti sem tengjast einhverfu (ég er einhverf). Númer eitt: Autism Speaks er ekki gott samband. Það talar oft um að útrýma einhverfu og berst ekki fyrir vilja einhverfa samfélagsins. Það eru einhverjir sem styðja Autism speaks, en mjög fáir einhverfir einstaklingar. Þess finnst mér það að við ættum ekki að nota púsluspilið til þess að tákna einhverfu (það var hugmynd Autism Speaks að tákna einhverfu með púsluspilsbitanum) og ekki kalla apríl bláan mánuð (blár táknar Autism Speaks og apríl er mánuður einhverfra). Númer tvö: ekki nota einhverft fólk til þess að líta vel út. Við erum manneskjur, ekki blómavasar sem eiga að sitja þöglir úti í horni til þess að láta stjórnmálamönnum eða viðskiptamönnum líða eins og þeir styðji einhverft fólk. Rétta leiðin til þess að styðja einhverft fólk er að hafa samráð við okkur og leyfa okkur alltaf að tjá eigin skoðanir, ekki bara þegar það hentar öðru fólki. Númer þrjú: við erum ekki byrði! Það er ekki okkur að kenna að við fæddumst inn í samfélag sem virðir ekki okkar þarfir. Númer fjögur: Það þarf ekki að “laga” okkur! Það þarf að laga samfélagið. Við völdum ekki að vera einhverf, en ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt af einhverfri manneskju sem mundi ákveða að vera ekki einhverf ef valið væri fyrir hendi. Það er vegna þess að það er ekki hægt að taka einhverfu af einstaklingi án þess að taka allt sem gerir þennann einstakling hann sjálfann. Takk fyrir að lesa þessa grein, mikið af þessu verður örugglega óvinsælt, en þetta þurfti að vera sagt. Höfundur er verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun