Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakana Oxfam. Samkvæmt skýrslunni hefur auður tíu ríkustu manna heims meira en tvöfaldast frá því í mars 2020 þegar veiran fór fyrst að láta á sér kræla svo tekið var eftir.
Yfirmaður Oxfam í Bretlandi, Danny Sriskandarajah segir að þróunin hafi aldrei áður verið eins á síðasta ári. Hann segir að næstum á hverjum degi hafi bæst í hóp þeirra sem teljast til milljarðamæringa, en á sama tíma hafi 99 prósent mannkyns það verr en áður, vegna sóttvarnatakmarkana og samdráttar í verslun og túrisma.
Þetta þýðir að sögn skýrsluhöfunda að um 160 milljónir manna bæst í hóp þeirra sem teljast til fátækra.
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er einnig tekið fram að auðsöfnunin hafi þó verið misjöfn hjá þessum tíu ríkustu mönnum heims.
Þannig hafi auður Elon Musk, stofnanda Tesla, aukist um þúsund prósent á meðan auðævi Bill Gates, stofnanda Microsoft, hafa aðeins vaxið um þrjátíu prósent.