Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 22:42 það voru eigendur English Pub sem höfðuðu mál gegn ríkinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent