Stjórn í sálarkreppu Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. janúar 2022 07:00 Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun