Teitur dæmdur fyrir skattsvik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2022 22:55 Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar og samstæðu. Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, hefur hlotið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt innan fjögurra vikna, ella fara í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í gær. Ákæra héraðssaksóknara var í þremur liðum en samkvæmt fyrsta lið var Teitur ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins Sitrus sem áður hét Læknavefur MD. Teitur var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélagsins. Vangreiddur virðisaukaskattur hljóðar upp á rúmar tíu milljónir króna en félag Teits stóð ekki skil á virðisaukaskatti árin 2013, 2014 og 2015. Þá var Teitur ákærður fyrir að hafa brotið gegn lögum um bókhald og vanrækt að geyma bókhaldsgögn og skjöl sem tengdust rekstrinum með fullnægjandi hætti. Hann var einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af virðisaukaskattsbrotinu, meðal annars í eigin þágu. Teitur var sýknaður af ákærunni fyrir peningaþvætti. Umfangsmikil ásetningsbrot Teitur neitaði sök og bar fyrir sig að fjárhæð vangoldins virðisaukaskatts hafi verið röng í ákæru. Þá kvaðst hann einnig hafa greitt allan vangoldinn virðisaukaskatt. Í dóminum segir að hann hafi sagt við skattrannsóknarstjóra, þegar hann var til rannsóknar árið 2017, að hann hafi ekki haft ásetning til skattsvikanna. Hann kvaðst enn fremur hafa persónulega innt af hendi umtalsverðar greiðslur fyrir og eftir gjaldþrot félagsins. Héraðsdómari féllst ekki á málatilbúnað Teits og sagði að líta yrði til þess að brotin væru umfangsmikil ásetningsbrot. Þó bæri að líta til þess að málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra hafi dregist töluvert en ákæra var gefin út rúmum þremur og hálfu ári eftir að málið kom fyrst á borð skattrannsóknarstjóra. Þá hafi Teitur aldrei áður hlotið refsingu og sjónarmiðin voru til mildunar dómsins að nokkru leyti. Greiða 15 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi Teitur var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ella sæta fangelsi í 240 daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verið gerðar breytingar á stjórn Heilsuverndar og ber Teitur nú ekki ábyrgð á daglegum rekstri. Hann mun þó enn koma að starfsemi félagsins. Talið sig hafa greitt það sem honum bar Teitur segir í yfirlýsingu að hann hafi tekið þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð fyrir níu árum og verið skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann hafi aldrei verið starfsmaður þess og hvorki þegið laun né aðra fjármuni frá félaginu. „Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert.“ Yfirlýsing Teits Guðmundssonar í heild sinni Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015. Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert. Þetta mál hefur verið mér þungbært, en það er léttir að því sé nú lokið. Um nýliðin áramót voru gerðar breytingar á stjórnskipun Heilsuverndar á þá leið að ég ber ekki lengur ábyrgð á daglegum rekstri. Eftir sem áður mun ég koma að uppbyggingu og eftirfylgni þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á verksviði félagsins og tengdra félaga. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Ákæra héraðssaksóknara var í þremur liðum en samkvæmt fyrsta lið var Teitur ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins Sitrus sem áður hét Læknavefur MD. Teitur var framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélagsins. Vangreiddur virðisaukaskattur hljóðar upp á rúmar tíu milljónir króna en félag Teits stóð ekki skil á virðisaukaskatti árin 2013, 2014 og 2015. Þá var Teitur ákærður fyrir að hafa brotið gegn lögum um bókhald og vanrækt að geyma bókhaldsgögn og skjöl sem tengdust rekstrinum með fullnægjandi hætti. Hann var einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af virðisaukaskattsbrotinu, meðal annars í eigin þágu. Teitur var sýknaður af ákærunni fyrir peningaþvætti. Umfangsmikil ásetningsbrot Teitur neitaði sök og bar fyrir sig að fjárhæð vangoldins virðisaukaskatts hafi verið röng í ákæru. Þá kvaðst hann einnig hafa greitt allan vangoldinn virðisaukaskatt. Í dóminum segir að hann hafi sagt við skattrannsóknarstjóra, þegar hann var til rannsóknar árið 2017, að hann hafi ekki haft ásetning til skattsvikanna. Hann kvaðst enn fremur hafa persónulega innt af hendi umtalsverðar greiðslur fyrir og eftir gjaldþrot félagsins. Héraðsdómari féllst ekki á málatilbúnað Teits og sagði að líta yrði til þess að brotin væru umfangsmikil ásetningsbrot. Þó bæri að líta til þess að málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra hafi dregist töluvert en ákæra var gefin út rúmum þremur og hálfu ári eftir að málið kom fyrst á borð skattrannsóknarstjóra. Þá hafi Teitur aldrei áður hlotið refsingu og sjónarmiðin voru til mildunar dómsins að nokkru leyti. Greiða 15 milljónir innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi Teitur var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ella sæta fangelsi í 240 daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verið gerðar breytingar á stjórn Heilsuverndar og ber Teitur nú ekki ábyrgð á daglegum rekstri. Hann mun þó enn koma að starfsemi félagsins. Talið sig hafa greitt það sem honum bar Teitur segir í yfirlýsingu að hann hafi tekið þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð fyrir níu árum og verið skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann hafi aldrei verið starfsmaður þess og hvorki þegið laun né aðra fjármuni frá félaginu. „Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert.“ Yfirlýsing Teits Guðmundssonar í heild sinni Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015. Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert. Þetta mál hefur verið mér þungbært, en það er léttir að því sé nú lokið. Um nýliðin áramót voru gerðar breytingar á stjórnskipun Heilsuverndar á þá leið að ég ber ekki lengur ábyrgð á daglegum rekstri. Eftir sem áður mun ég koma að uppbyggingu og eftirfylgni þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á verksviði félagsins og tengdra félaga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015. Við lok rekstrar lá fyrir að vanskil voru á opinberum gjöldum. Á þeim tíma axlaði ég ábyrgð með því að láta félaginu í té viðbótarfjármagn til greiðslu þeirra. Þá gerði ég upp vanskil og fékk staðfestingu á því frá innheimtumanni ríkissjóðs áður en félagið var lýst gjaldþrota. Ég taldi mig hafa greitt það sem mér bar. Þá tók ég það ítrekað fram, að kæmi í ljós við nánari rannsókn að skuldin væri hærri en sú fjárhæð sem ég hafði þegar greitt, þá myndi ég greiða þá skuld að fullu, sem ég hef gert. Þetta mál hefur verið mér þungbært, en það er léttir að því sé nú lokið. Um nýliðin áramót voru gerðar breytingar á stjórnskipun Heilsuverndar á þá leið að ég ber ekki lengur ábyrgð á daglegum rekstri. Eftir sem áður mun ég koma að uppbyggingu og eftirfylgni þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á verksviði félagsins og tengdra félaga.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira