Aldrei meira barnaníðsefni fundist á netinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 08:50 Barnaníðingar stunda það að fá börnin sjálf til að búa til kynferðislegt efni og deila því. Bresku samtökin Internet Watch Foundation segja árið 2021 hafa verið það versta frá upphafi þegar kemur að barnaníð á netinu. Magn efnis þar sem börn á aldrinum sjö til tíu ára séu misnotuð hafi þrefaldast. IWF berst árlega gríðarlegur fjöldi tilkynninga um barnaníðsefni frá almenningi, lögreglu og fleirum, sem farið er yfir og í fyrra reyndust 250 þúsund netslóðir sem samtökin skoðuðu innihalda slíkt efni, samanborið við 153 þúsund netslóðir árið 2020. Þá varð veruleg aukning á efni þar sem börn voru fengin til að búa til og deila kynferðislegu efni en þar var gríðarleg fjölgun í efni þar sem börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Forsvarsmenn IWF segja mögulega mega rekja þróunina til sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins, þar sem milljónir barna og ungmenna hafi mátt dúsa heima og þess vegna varið meiri tíma en venjulega á netinu. Þá aukist líkurnar á því að þau lendi í gildru glæpamanna sem fái þau til að búa til og deila efni, sem þeir deili svo áfram. IWF fann árið 2021 um það bil 182 þúsund tilvik þar sem um var að ræða efni sem börnin höfðu sjálf búið til; myndir og myndskeið. Af þessum áttu sjö til tíu ára börn í hlut í um 27 þúsund tilvikum, sem er þrefaldur fjöldinn árið áður. Stærstur hluti efnisins sýndi hins vegar börn á aldrinum elleftu til þrettán ára. Susie Hargreaves, framkvæmdastjóri IWF, segir barnaníðinga freista þess í stórum stíl að koma sér inn undir hjá börnum og fá þau til að búa til og deila kynferðislegu efni. „Í mjög mörgum tilvikum á kynferðislega misnotkunin sér stað í svefnherbergjum barna á heimilum þar sem foreldrarnir eru algjörlega óafvitandi um hvað ókunnugir með nettengingu eru að gera börnunum þeirra,“ segir Hargreaves. Guardian greindi frá. Ofbeldi gegn börnum Bretland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
IWF berst árlega gríðarlegur fjöldi tilkynninga um barnaníðsefni frá almenningi, lögreglu og fleirum, sem farið er yfir og í fyrra reyndust 250 þúsund netslóðir sem samtökin skoðuðu innihalda slíkt efni, samanborið við 153 þúsund netslóðir árið 2020. Þá varð veruleg aukning á efni þar sem börn voru fengin til að búa til og deila kynferðislegu efni en þar var gríðarleg fjölgun í efni þar sem börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Forsvarsmenn IWF segja mögulega mega rekja þróunina til sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins, þar sem milljónir barna og ungmenna hafi mátt dúsa heima og þess vegna varið meiri tíma en venjulega á netinu. Þá aukist líkurnar á því að þau lendi í gildru glæpamanna sem fái þau til að búa til og deila efni, sem þeir deili svo áfram. IWF fann árið 2021 um það bil 182 þúsund tilvik þar sem um var að ræða efni sem börnin höfðu sjálf búið til; myndir og myndskeið. Af þessum áttu sjö til tíu ára börn í hlut í um 27 þúsund tilvikum, sem er þrefaldur fjöldinn árið áður. Stærstur hluti efnisins sýndi hins vegar börn á aldrinum elleftu til þrettán ára. Susie Hargreaves, framkvæmdastjóri IWF, segir barnaníðinga freista þess í stórum stíl að koma sér inn undir hjá börnum og fá þau til að búa til og deila kynferðislegu efni. „Í mjög mörgum tilvikum á kynferðislega misnotkunin sér stað í svefnherbergjum barna á heimilum þar sem foreldrarnir eru algjörlega óafvitandi um hvað ókunnugir með nettengingu eru að gera börnunum þeirra,“ segir Hargreaves. Guardian greindi frá.
Ofbeldi gegn börnum Bretland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira