Velferðarþjónusta á tímum Covid Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. janúar 2022 15:31 Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar