Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 23:53 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur flugfélaga um allan heim og nú ætlar ómíkron að reynast enn ein hindrunin fyrir eðlilegum rekstri þeirra. Samsett Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega. Ástæðan er reglur Evrópusambandsins sem kveða á um þá lágmarksnýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum sem flugfélög þurfa að nýta til að eiga öruggt með að halda þeim á næsta tímabili. Lendinga- og brottfaratímar á vinsælum flugvöllum eru verðmæt auðlind fyrir flugrekendur og forsenda þess að þeir geti flutt þangað farþega. Hvorki Icelandair né Play hafa gripið til þess ráðs að fljúga hálftómum flugvélum til þess eins að halda afgreiðslutímum sínum að sögn fulltrúa þeirra. Almenn undanþága ekki lengur í gildi „Það hefur ekki komið til þessa hjá okkur vegna þeirra undanþága sem í gildi hafa verið varðandi nýtingu á afgreiðslutímum á þeim mörkuðum sem við störfum,“ segir í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, samskiptastjóra Icelandair, við fyrirspurn Vísis. Nýting afgreiðslutíma sé ein af þeim breytum sem höfð sé í huga þegar tekin er ákvörðun um að fella flug niður en það sé ekki ráðandi þáttur. Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair. Að sögn Ásdísar er í venjulegu árferði miðað við að nýting afgreiðslutíma á ákveðnu tímabili sé 80% til þess að flugfélag haldi sjálfkrafa afgreiðslutímum á næsta tímabili, en miðað er við tvö tímabil á ári. „Frá því að COVID-19 skall á hafa verið í gildi undanþágur frá þessari nýtingarkröfu vegna áhrifa mikilla ferðatakmarkana á flugfélög. Hvað Icelandair varðar, þá var til að mynda í gildi síðastliðið sumar víðtæk undanþága á flestum þeim flugvöllum/löndum sem Icelandair flýgur til.“ Ásdís segir að í vetur sé áfram í gildi víðtæk undanþága í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Evrópu hafi krafa um nýtingarhlutfall verið lækkuð niður í 50%, auk þess sem hægt sé að sækja um tímabundnar undanþágur vegna ferðatakmarkana í einstaka löndum. Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að flugfélagið hafi ekki heldur farið sömu leið og Lufthansa og flogið tómlegum flugvélum til þess að ná lágmarkskröfum um afgreiðslutíma. Play hafi vissulega þurft að aflýsa flugferðum vegna áhrifa faraldursins líkt og önnur flugfélög. Til að mynda hafi útgöngubönn í erlendum borgum dregið úr eftirspurn eftir flugsætum til styttri tíma. Óloftslagsvænt og óþarft Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hlotið gagnrýni vegna reglnanna, einkum nú þegar ómíkron afbrigðið dregur aftur úr ferðavilja fólks. Hafa forsvarsmenn evrópskra flugfélaga sagt reglurnar taktlausar og krafist breytinga. Þá hefur sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi fram metnaðarfyllri stefnu í loftslagsmálum, skotið föstum skotum að sambandinu vegna málisins. Brussels Airlines makes 3,000 unnecessary flights to maintain airport slots The EU surely is in a climate emergency mode https://t.co/eHLFrd06y0— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 5, 2022 Samgönguráðherra Belga vill breytingar Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Georges Gilkinet, samgönguráðherra landsins og meðlimur grænflokksins Ecolo, hafi sent bréf um málið til Adina Valean, samgönguráðherra framkvæmdastjóri ESB. Þar segir hann núverandi fyrirkomulag vera óskiljanlegt og hvorki þjóna umhverfislegum né efnhagslegum sjónarmiðum. Kallar Gilkinet eftir því að boðið verði upp á aukinn sveigjanleika þegar kemur að nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum og kröfur um lágmarksnýtingu verði lækkaðar frekar. Belgíska flugfélagið Brussels Airlines, sem er hluti af Lufthansa Group, gerir ráð fyrir að fljúga þrjú þúsund ónauðsynlegar flugferðir í vetur að óbreyttu. Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Ástæðan er reglur Evrópusambandsins sem kveða á um þá lágmarksnýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum sem flugfélög þurfa að nýta til að eiga öruggt með að halda þeim á næsta tímabili. Lendinga- og brottfaratímar á vinsælum flugvöllum eru verðmæt auðlind fyrir flugrekendur og forsenda þess að þeir geti flutt þangað farþega. Hvorki Icelandair né Play hafa gripið til þess ráðs að fljúga hálftómum flugvélum til þess eins að halda afgreiðslutímum sínum að sögn fulltrúa þeirra. Almenn undanþága ekki lengur í gildi „Það hefur ekki komið til þessa hjá okkur vegna þeirra undanþága sem í gildi hafa verið varðandi nýtingu á afgreiðslutímum á þeim mörkuðum sem við störfum,“ segir í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, samskiptastjóra Icelandair, við fyrirspurn Vísis. Nýting afgreiðslutíma sé ein af þeim breytum sem höfð sé í huga þegar tekin er ákvörðun um að fella flug niður en það sé ekki ráðandi þáttur. Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair. Að sögn Ásdísar er í venjulegu árferði miðað við að nýting afgreiðslutíma á ákveðnu tímabili sé 80% til þess að flugfélag haldi sjálfkrafa afgreiðslutímum á næsta tímabili, en miðað er við tvö tímabil á ári. „Frá því að COVID-19 skall á hafa verið í gildi undanþágur frá þessari nýtingarkröfu vegna áhrifa mikilla ferðatakmarkana á flugfélög. Hvað Icelandair varðar, þá var til að mynda í gildi síðastliðið sumar víðtæk undanþága á flestum þeim flugvöllum/löndum sem Icelandair flýgur til.“ Ásdís segir að í vetur sé áfram í gildi víðtæk undanþága í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Evrópu hafi krafa um nýtingarhlutfall verið lækkuð niður í 50%, auk þess sem hægt sé að sækja um tímabundnar undanþágur vegna ferðatakmarkana í einstaka löndum. Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að flugfélagið hafi ekki heldur farið sömu leið og Lufthansa og flogið tómlegum flugvélum til þess að ná lágmarkskröfum um afgreiðslutíma. Play hafi vissulega þurft að aflýsa flugferðum vegna áhrifa faraldursins líkt og önnur flugfélög. Til að mynda hafi útgöngubönn í erlendum borgum dregið úr eftirspurn eftir flugsætum til styttri tíma. Óloftslagsvænt og óþarft Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hlotið gagnrýni vegna reglnanna, einkum nú þegar ómíkron afbrigðið dregur aftur úr ferðavilja fólks. Hafa forsvarsmenn evrópskra flugfélaga sagt reglurnar taktlausar og krafist breytinga. Þá hefur sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi fram metnaðarfyllri stefnu í loftslagsmálum, skotið föstum skotum að sambandinu vegna málisins. Brussels Airlines makes 3,000 unnecessary flights to maintain airport slots The EU surely is in a climate emergency mode https://t.co/eHLFrd06y0— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 5, 2022 Samgönguráðherra Belga vill breytingar Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Georges Gilkinet, samgönguráðherra landsins og meðlimur grænflokksins Ecolo, hafi sent bréf um málið til Adina Valean, samgönguráðherra framkvæmdastjóri ESB. Þar segir hann núverandi fyrirkomulag vera óskiljanlegt og hvorki þjóna umhverfislegum né efnhagslegum sjónarmiðum. Kallar Gilkinet eftir því að boðið verði upp á aukinn sveigjanleika þegar kemur að nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum og kröfur um lágmarksnýtingu verði lækkaðar frekar. Belgíska flugfélagið Brussels Airlines, sem er hluti af Lufthansa Group, gerir ráð fyrir að fljúga þrjú þúsund ónauðsynlegar flugferðir í vetur að óbreyttu.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur