Segir mataræði grunninn að því að losa sig við kviðfitu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2022 10:31 Þorbjörg er næringarþerapisti. Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur sérhæft sig í náttúrulegum leiðum til heilbrigðara lífs. Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira