Sumir hermannanna hafa þegar hafði störf á sjúkrahúsunum og verða við störf þar til í lok mánaðarins.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist fyrir tveimur dögum vona að Bretar gætu „stigið ölduna“ án þess að þurfa að grípa til frekari sóttvarnaðgerða. Hann gekkst þó við því að líklegast myndi hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði valda því tímabundið að einhverjar heilbrigðisstofnanir myndu ekki ráða við álagið.
Stéttarfélög heilbrigðisstarfsmanna segja þá ráðstöfun að kalla inn herinn hins vegar sýna að stjórnvöld geti ekki lengur hummað fram af sér áhyggjur manna af því hvort heilbrigðiskerfið muni geta sinnt hlutverki sínu á öruggan hátt. Þúsundir heilbrigðisstarfsmanna í Lundúnum hafa verið frá vinnu í viku hverri.
Þeir segja ástandið núna ekki bara tilkomið vegna kórónuveirufaraldursins, heldur langvarandi undirmönnunar.
179.756 greindust með Covid-19 á Bretlandseyjum í gær. Hlutfall þeirra sem greinast með ómíkron fer stækkandi. Um 29 prósent fleiri hafa greinst með veiruna síðustu sjö daga en sjö dagana þar á undan.