Anti-vaxxerar og hjörðin Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar