Hættum að plástra brotna sál Bjarki Eiríksson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn Ég heiti Bjarki, er faðir og eiginmaður á 38. aldursári og í mörg ár hef ég glímt við þunglyndi. Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur. Af og til virðist hann hverfa í nokkra mánuði, jafnvel ár, en annars passar hann sig á að vera reglulega í sambandi og minna á sig. Þessi farþegi borgar ekkert fyrir farið en ég hef hins vegar oft fengið að greiða dýru gjaldi fyrir hann. Þegar drengirnir mínir fæddust þróaði ég með mér fæðingarþunglyndi. Fyrir tæplega þremur árum, rétt fyrir þrítugasta og fimmta afmælisdaginn minn, fékk ég hjartaáfall og í kjölfarið féll ég ofan í hyldjúpan pytt streitu og þunglyndis. Ekki var á það bætandi að rétt fyrir jólin 2020 missti ég vinnuna mína til tæpra sex ára vegna Covid. Lengi reyndi ég að glíma við afleiðingarnar einn, á hörkunni, og auðvitað gekk það ekki. Það var ekki fyrr en að ég komst loksins að hjá sálfræðingi að ég fór að sjá á mér mun til hins betra og líða betur. Það er þó ekki hlaupið að því að komast að hjá góðum sálfræðing, biðlistar eru nokkuð langir, og því síður að geta haldið áfram í meðferð hjá slíkum því hver tími kostar um 20.000 krónur. Það vita þau sem þekkja, að glíma við þunglyndi er maraþon, ekki spretthlaup! Á nýliðnu ári hljóp kostnaður sálfræðimeðferðar minnar á hundruðum þúsunda króna. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur sýnt fyrirhyggju og hef því haft í smá sjóð að sækja til að leyfa mér þennan “munað” en nú gengur hratt á höfuðstólinn. Það eru hinsvegar ekki allir í jafn góðri stöðu og ég. Í júní 2020 voru samþykkt lög, sem þingmenn Viðreisnar lögðu fram á Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, sem tryggja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fjármagna lögin ekki á liðnu fjárlagaári og það sama er uppi á teningnum skv. núverandi fjárlögum, þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi fólks sé á atvinnuleysisskrá og sálarheill þúsunda einstaklinga í húfi. Það er ekki boðlegt að fólk neyðist til að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna þess að ríkisstjórn þjóðarinnar virðist ekki meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta en ætti ekki að flokkast sem munaður! Á meðan Covid heimsfaraldurinn hefur geisað hefur gífurlegum fjármunum verið varið í heilbrigðiskerfið án þess þó að ásættanlegu hlutfalli þeirra fjármuna hafi verið varið í geðheilbrigðismál fullorðinna. Frá því að faraldurinn gekk á land á Íslandi hafa 39 látið lífið af völdum Covid. En á sama tíma hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf. Því ættu að vera eðlileg viðbrögð af hálfu stjórnvalda að gefa geðheilbrigði meiri gaum. Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að láta sig málið varða og beita sér í þessu mikilvæga máli því eins og Stefán Ingvar Vigfússon orðaði svo vel í bakþönkum Fréttablaðsins fyrir skömmu: „Það er ákvörðun. Það er meðvituð ákvörðun stjórnvalda að halda sálfræðiþjónustu frá hinum efnaminni. Á meðan hún er ekki niðurgreidd þá eru það forréttindi að vera andlega heilbrigð. Og allt tal um bjartari tíma sem ganga senn í garð beinast einungis að þeim efnameiri.” Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og fjármagn verði tryggt til þess að hjálpa fólki, sér í lagi efnaminna fólki, sem glímir við geðræn vandamál. Brotna sál er jafn mikilvægt að lækna og brotinn fót. Höfundur er áhugamaður um geðheilbrigðismál.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar