Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 5. janúar 2022 22:00 Ívar Freyr Sturluson markaðs- og sölustjóri hjá Parka Lausnum. Vísir Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar. Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar.
Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39