Hvers vegna skelfur allt vegna Evergrande? Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. janúar 2022 08:00 Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Kína Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar