Þríhálsbrotnaði lífshættulega en lætur nú drauminn rætast Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:01 Henning Jónasson er þaulreyndur líkamsræktarþjálfari en lenti í slysi fyrir þremur árum sem hefði getað endað mjög illa. Nú er hann að láta drauminn rætast og opna stöð með bestu vinum sínum. Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs. Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“ Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“
Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15