Sýknaður af mismunun gegn transkonu á Hverfisbarnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 10:28 Sæborgu, og hópnum sem hún var með þetta kvöld, var vísað af Hverfisbarnum vegna klæðaburðar. Vísir/Daníel Thor Fyrrverandi dyravörður á Hverfisbarnum var sýknaður af mismunun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa vísað Sæborgu Ninju Urðardóttur, transkonu, af skemmtistaðnum vegna kynvitundar hennar. Atvikið átti sér stað snemma í nóvember 2018 en Sæborg hafði verið stödd á Hverfisbarnum ásamt systur sinni, og vinum hennar, sem var að halda upp á afmælið sitt. Áður en leið á löngu var Sæborgu hins vegar vísað út af staðnum og bar dyravörðurinn fyrir sig ósnyrtilegan klæðnað Sæborgar, en klæðnaðarstaðlar voru á staðnum. Lykilvitni í málinu greindi frá því í dómsal að það hafi heyrt dyravörðinn segja um Sæborgu að hann ætlaði ekki að hleypa „karli í kerlingapelsi“ inn á staðinn. Dómur féll í málinu 23. desember síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dyravörðurinn, Þór Bergsson, var sýknaður af kröfum ákæruvalds og einkaréttarkröfum Sæborgar. Fram kemur í máli Þórs fyrir dómi að umrætt kvöld hafi hann verið fyrstur dyravarða að mæta og tekið á móti afmælishópnum, sem Sæborg var hluti af. Honum hafi strax þótt hópurinn ekki uppfylla staðla Hverfisbarsins um klæðaborð en látið það eiga sig þar sem klukkan var ekki margt og hópurinn einu gestirnir. Þegar liðið hafi á kvöldið hafi hann útskýrt fyrir einum í hópnum að þau þyrftu að yfirgefa staðinn fyrir klukkan 23. Hópurinn hafi að hans sögn ekki verið ánægður með það og beðið um útskýringar. Á þessum tímapunkti hafi Þór viljað vera viss og borið ákvörðunina undir yfirdyravörðinn, sem hefði verið honum sammála. Tveimur tímum síðar, klukkan ellefu, hafi hann vísað hópnum frá. Þá hafi hann verið spurður nánar út í þetta af einni kvennanna í hópnum og hann vísað til þess að klæðnaður þeirra væri „MH-look“ sem einkenndist af lopapeysum og ósamstæðum klæðnaði. Hafi hann þá sagt konunni, sem var að tala við hann, að hún væri líklega sú eina í hópnum sem uppfyllti staðlana, en hún hafi verið í spariskóm og jakka. Við það hafi hún farið að saka hann um transfóbíu. Þór neitaði því að hafa látið ummælin um „karl í kerlingapelsi“ falla. Sæborg sagði fyrir dómi að hún hafi að mestu haldið sig til hlés þegar samtöl milli annarra í hópnum og dyravarðarins fóru fram. Hún hafi á þessum tíma verið komin út úr skápnum og hafi lagt sig fram við að klæða sig kvenlega, var þarna á háum hælum og máluð. Henni hafi þótt rifrildin milli hópsins og dyravarðarins óþægileg og atvikið hafa haft mikil áhrif á sig. Hún hafi lítið farið út úr húsi og ekki viljað láta sjá sig eftir þetta. Vitni sem komu fyrir dóminn greindu frá því að þegar þeim var vísað af staðnum, og þau mótmælt því, hafi dyravörðurinn gefið þeim dæmi um snyrtilegan klæðnað, sem væri samþykktur á staðnum. Hafi hann bent á karlmann, sem klæddur var í jakakföt, og þau tekið því þannig að dæmið væri transfóbískt. Þór sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að um hafi verið að ræða konu sem klædd var í blazerjakka, skyrtu og buxur, og vitnin sögðu það vel hafa getað verið, svo langt væri um liðið. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að Þór hafi frá því að málið var kært staðfastlega neitað því að hafa sett sérstaklega út á klæðaburð Sæborgar eða gert athugasemdir sem beint var að kynvitund hennar. Athugasemdir hans hafi beinst að hópnum í heild sinni. Þá liggi jafnframt fyrir að henni var veitt þjónusta og aðgangur að staðnum við komu og þá án athugasemda. Það hafi ekki verið fyrr en síðar um kvöldið sem hann hafi gert athugasemdir við klæðaburð hópsins. Dómurinn mat það jafnframt svo að langt væri liðið frá atvikin og framburðir vitna brenndur af því. Skýrslur hafi til að mynda verið teknar af þeim þegar meira en ár var liðið frá atvikinu. Þó hafi ekkert komið fram sem þyki rýra trúverðugleika framburðanna. Þá sé ýmislegt óljóst er varðar kringumstæður þeirra frásagna sem fram hafi komið, til dæmis hvort dyravörðurinn hafi bent á konu eða karl í blazerjakka þegar hann tók dæmi um æskilegan klæðnað inni á staðnum. Dómurinn fellst ekki á að dyravörðurinn hafi haft ásetning til að mismuna brotaþola á grundvelli kynvitundar. Ósannað teljist að hann hafi mismunað henni umrætt sinn á grundvelli kynvitundar hennar. Framburður hans um ástæðu þess að hann hafi ákveðið að hópurinn í heild sinni gæti ekki verið lengur á skemmtistaðnum fái stoð af vitnisburði í málinu. Sæborg var ranglega kölluð Sæunn í fréttinni en það hefur verið lagað. Hinsegin Dómsmál Málefni transfólks Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Atvikið átti sér stað snemma í nóvember 2018 en Sæborg hafði verið stödd á Hverfisbarnum ásamt systur sinni, og vinum hennar, sem var að halda upp á afmælið sitt. Áður en leið á löngu var Sæborgu hins vegar vísað út af staðnum og bar dyravörðurinn fyrir sig ósnyrtilegan klæðnað Sæborgar, en klæðnaðarstaðlar voru á staðnum. Lykilvitni í málinu greindi frá því í dómsal að það hafi heyrt dyravörðinn segja um Sæborgu að hann ætlaði ekki að hleypa „karli í kerlingapelsi“ inn á staðinn. Dómur féll í málinu 23. desember síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dyravörðurinn, Þór Bergsson, var sýknaður af kröfum ákæruvalds og einkaréttarkröfum Sæborgar. Fram kemur í máli Þórs fyrir dómi að umrætt kvöld hafi hann verið fyrstur dyravarða að mæta og tekið á móti afmælishópnum, sem Sæborg var hluti af. Honum hafi strax þótt hópurinn ekki uppfylla staðla Hverfisbarsins um klæðaborð en látið það eiga sig þar sem klukkan var ekki margt og hópurinn einu gestirnir. Þegar liðið hafi á kvöldið hafi hann útskýrt fyrir einum í hópnum að þau þyrftu að yfirgefa staðinn fyrir klukkan 23. Hópurinn hafi að hans sögn ekki verið ánægður með það og beðið um útskýringar. Á þessum tímapunkti hafi Þór viljað vera viss og borið ákvörðunina undir yfirdyravörðinn, sem hefði verið honum sammála. Tveimur tímum síðar, klukkan ellefu, hafi hann vísað hópnum frá. Þá hafi hann verið spurður nánar út í þetta af einni kvennanna í hópnum og hann vísað til þess að klæðnaður þeirra væri „MH-look“ sem einkenndist af lopapeysum og ósamstæðum klæðnaði. Hafi hann þá sagt konunni, sem var að tala við hann, að hún væri líklega sú eina í hópnum sem uppfyllti staðlana, en hún hafi verið í spariskóm og jakka. Við það hafi hún farið að saka hann um transfóbíu. Þór neitaði því að hafa látið ummælin um „karl í kerlingapelsi“ falla. Sæborg sagði fyrir dómi að hún hafi að mestu haldið sig til hlés þegar samtöl milli annarra í hópnum og dyravarðarins fóru fram. Hún hafi á þessum tíma verið komin út úr skápnum og hafi lagt sig fram við að klæða sig kvenlega, var þarna á háum hælum og máluð. Henni hafi þótt rifrildin milli hópsins og dyravarðarins óþægileg og atvikið hafa haft mikil áhrif á sig. Hún hafi lítið farið út úr húsi og ekki viljað láta sjá sig eftir þetta. Vitni sem komu fyrir dóminn greindu frá því að þegar þeim var vísað af staðnum, og þau mótmælt því, hafi dyravörðurinn gefið þeim dæmi um snyrtilegan klæðnað, sem væri samþykktur á staðnum. Hafi hann bent á karlmann, sem klæddur var í jakakföt, og þau tekið því þannig að dæmið væri transfóbískt. Þór sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að um hafi verið að ræða konu sem klædd var í blazerjakka, skyrtu og buxur, og vitnin sögðu það vel hafa getað verið, svo langt væri um liðið. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að Þór hafi frá því að málið var kært staðfastlega neitað því að hafa sett sérstaklega út á klæðaburð Sæborgar eða gert athugasemdir sem beint var að kynvitund hennar. Athugasemdir hans hafi beinst að hópnum í heild sinni. Þá liggi jafnframt fyrir að henni var veitt þjónusta og aðgangur að staðnum við komu og þá án athugasemda. Það hafi ekki verið fyrr en síðar um kvöldið sem hann hafi gert athugasemdir við klæðaburð hópsins. Dómurinn mat það jafnframt svo að langt væri liðið frá atvikin og framburðir vitna brenndur af því. Skýrslur hafi til að mynda verið teknar af þeim þegar meira en ár var liðið frá atvikinu. Þó hafi ekkert komið fram sem þyki rýra trúverðugleika framburðanna. Þá sé ýmislegt óljóst er varðar kringumstæður þeirra frásagna sem fram hafi komið, til dæmis hvort dyravörðurinn hafi bent á konu eða karl í blazerjakka þegar hann tók dæmi um æskilegan klæðnað inni á staðnum. Dómurinn fellst ekki á að dyravörðurinn hafi haft ásetning til að mismuna brotaþola á grundvelli kynvitundar. Ósannað teljist að hann hafi mismunað henni umrætt sinn á grundvelli kynvitundar hennar. Framburður hans um ástæðu þess að hann hafi ákveðið að hópurinn í heild sinni gæti ekki verið lengur á skemmtistaðnum fái stoð af vitnisburði í málinu. Sæborg var ranglega kölluð Sæunn í fréttinni en það hefur verið lagað.
Hinsegin Dómsmál Málefni transfólks Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira