Öll fyrirtækin nema eitt í Kauphöllinni hækkuðu árið 2021 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 11:12 Það var nóg um að vera í Kauphöllinni á árinu. Vísir/Vilhelm Verð á bréfum í Arion banka tvöfaldaðist árið 2021. Bréf í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni gáfu á bilinu tíu til hundrað prósent ávöxtun. Verð á bréfum Solid Clouds lækkaði um fjórðung. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri Kauphallarinnar fyrir árið 2021. Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla, Nasdaq Iceland, segir að árið 2021 hafi markað greinileg kaflaskil fyrir íslenska markaðinn. „Fjórar spennandi nýskráningar á hlutabréfamarkaðinn settu tóninn fyrir áframhaldandi innkomu almennra fjárfesta, sem létu sjá sig svo um munaði í öllum hlutafjárútboðum. Nefna má sérstaklega útboð Íslandsbanka sem var stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar með þátttöku um 24 þúsund fjárfesta,“ segir Finnbogi. Langmest viðskipti með bréf í Arion banka Á árinu hafi orðið tæplega áttatíu prósenta aukning í fjölda viðskipta og fjárfestar notið góðrar ávöxtunar þar sem Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um þriðjung á árinu. „Stærð markaðarins jókst þar með um tvo þriðju á árinu. Allt þetta og meira hefur sett íslenska hlutabréfamarkaðinn á kortið hjá erlendum vísitölufyrirtækjum að auki. Þannig eru líkur á að markaðurinn færist upp um gæðaflokkun á nýju ári sem myndi laða að enn fleiri erlenda fjárfesta og aukið fjármagn, íslenskum fyrirtækjum og markaðnum í heild sinni til hagsbóta.” Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um tæp 33% á árinu og stendur nú í 3.398 stigum. Heildarvísitala hlutabréfa (OMXIPI) hækkaði um 40,2%. Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.071 milljarði eða 4.285 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2020 602 milljarðar eða 2.417 milljónir á dag. Veltan jókst því um rúm 77% á milli ára. Mest viðskipti á árinu voru með bréf Arion banka (ARION), 259,8 milljarðar, Marel (MAREL), 119,9 milljarðar, Kviku banka (KVIKA), 107,3 milljarðar, Símans (SIMINN), 75,2 milljarðar og Festi (FESTI), 62,6 milljarðar. Fjöldi viðskipta árið 2021 voru 100.917 talsins eða um 404 á dag. Fjöldi viðskipta árið 2020 voru 56.337 eða um 226 á dag og jukust því um 79% á milli ára. Er þetta mesti fjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði í 14 ár. Flest viðskipti voru með bréf Icelandair Group (ICEAIR), 22.546, Íslandsbanka (ISB), 13.801, Arion banka (ARION), 10.844, Marel (MAREL), 7.850 og Kviku banka (KVIKA) 6.658. Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa Arion banka mest á árinu eða um 100,5% en þar á eftir bréf Eimskipafélags Íslands sem hækkuðu um 95,7% og bréf Origo sem hækkuðu um 80,5%. Á Nasdaq First North markaðnum hækkaði verð bréfa Kaldalóns mest eða um 66,7%. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.556 milljarðar samanborið við 1.563 milljarða í lok árs 2020 sem er um 64% hækkun milli ára. Á árinu 2021 voru hlutabréf fjögurra fyrirtækja tekin til viðskipta, Síldarvinnslan og Íslandsbanki á Aðalmarkað og Fly Play og Solid Clouds á First North. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.164 milljörðum á árinu sem samsvarar 4.658 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.100 milljóna veltu á dag árið 2020. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um 34% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 796 milljörðum og viðskipti með bankabréf 213 milljörðum. Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa nam 37,6 milljörðum króna á árinu og stendur heildarútgáfa nú í 113,2 milljörðum króna. Í lok árs voru 16 skuldabréf skráð á markað Kauphallarinnar fyrir sjálfbær skuldabréf og fjölgaði um 6 á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,2% á árinu og stendur nú í 1.711,3 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 1,5% á meðan sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 6,5%. Fréttir ársins 2021 Kauphöllin Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri Kauphallarinnar fyrir árið 2021. Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla, Nasdaq Iceland, segir að árið 2021 hafi markað greinileg kaflaskil fyrir íslenska markaðinn. „Fjórar spennandi nýskráningar á hlutabréfamarkaðinn settu tóninn fyrir áframhaldandi innkomu almennra fjárfesta, sem létu sjá sig svo um munaði í öllum hlutafjárútboðum. Nefna má sérstaklega útboð Íslandsbanka sem var stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar með þátttöku um 24 þúsund fjárfesta,“ segir Finnbogi. Langmest viðskipti með bréf í Arion banka Á árinu hafi orðið tæplega áttatíu prósenta aukning í fjölda viðskipta og fjárfestar notið góðrar ávöxtunar þar sem Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um þriðjung á árinu. „Stærð markaðarins jókst þar með um tvo þriðju á árinu. Allt þetta og meira hefur sett íslenska hlutabréfamarkaðinn á kortið hjá erlendum vísitölufyrirtækjum að auki. Þannig eru líkur á að markaðurinn færist upp um gæðaflokkun á nýju ári sem myndi laða að enn fleiri erlenda fjárfesta og aukið fjármagn, íslenskum fyrirtækjum og markaðnum í heild sinni til hagsbóta.” Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um tæp 33% á árinu og stendur nú í 3.398 stigum. Heildarvísitala hlutabréfa (OMXIPI) hækkaði um 40,2%. Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.071 milljarði eða 4.285 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2020 602 milljarðar eða 2.417 milljónir á dag. Veltan jókst því um rúm 77% á milli ára. Mest viðskipti á árinu voru með bréf Arion banka (ARION), 259,8 milljarðar, Marel (MAREL), 119,9 milljarðar, Kviku banka (KVIKA), 107,3 milljarðar, Símans (SIMINN), 75,2 milljarðar og Festi (FESTI), 62,6 milljarðar. Fjöldi viðskipta árið 2021 voru 100.917 talsins eða um 404 á dag. Fjöldi viðskipta árið 2020 voru 56.337 eða um 226 á dag og jukust því um 79% á milli ára. Er þetta mesti fjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði í 14 ár. Flest viðskipti voru með bréf Icelandair Group (ICEAIR), 22.546, Íslandsbanka (ISB), 13.801, Arion banka (ARION), 10.844, Marel (MAREL), 7.850 og Kviku banka (KVIKA) 6.658. Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa Arion banka mest á árinu eða um 100,5% en þar á eftir bréf Eimskipafélags Íslands sem hækkuðu um 95,7% og bréf Origo sem hækkuðu um 80,5%. Á Nasdaq First North markaðnum hækkaði verð bréfa Kaldalóns mest eða um 66,7%. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.556 milljarðar samanborið við 1.563 milljarða í lok árs 2020 sem er um 64% hækkun milli ára. Á árinu 2021 voru hlutabréf fjögurra fyrirtækja tekin til viðskipta, Síldarvinnslan og Íslandsbanki á Aðalmarkað og Fly Play og Solid Clouds á First North. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.164 milljörðum á árinu sem samsvarar 4.658 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.100 milljóna veltu á dag árið 2020. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um 34% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 796 milljörðum og viðskipti með bankabréf 213 milljörðum. Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa nam 37,6 milljörðum króna á árinu og stendur heildarútgáfa nú í 113,2 milljörðum króna. Í lok árs voru 16 skuldabréf skráð á markað Kauphallarinnar fyrir sjálfbær skuldabréf og fjölgaði um 6 á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,2% á árinu og stendur nú í 1.711,3 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 1,5% á meðan sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 6,5%.
Fréttir ársins 2021 Kauphöllin Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent