Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2021 13:51 Yasin Mahamoud er einn vinsælasti rappari Svíþjóðar. Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag, en Yasin Mahamoud er einn vinsælasti rappari landsins og hefur lögum hans verið streymt í mörg milljónum skipta, meðal annars á Spotify. Í dómi héraðsdóms kom fram að Yasin hafi boðið rapparanum Einár í upptökuver ásamt nokkrum úr glæpahópnum Vårbynätverket sem áttu svo að flytja Einár nauðugan á brott. Áætlunin gekk þó ekki eftir í það skiptið og dæmdi héraðsdómurinn Yasin í tíu mánaða fangelsi í júlí síðastliðinn fyrir að hafa skipulagt mannrán. Yasin var einn 28 liðsmanna Vårbynätverket sem réttað var yfir á árinu vegna ýmissa mála. Þannig var hinn 33 ára Chihab Lamouri, sem sagður er leiðtogi glæpahópsins, dæmdur í tæplega átján ára fangelsi. Var samanlögð refsing mannanna 147 ára fangelsi, en ákæruliðir sneru meðal annars að tilraunum til morðs, mannrán, stórfelld vopnalagabrot og fíkniefnaviðskipti. Rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í suðurhluta Stokkhólms í október síðastliðinn. Morðið hefur leitt til mikillar umræðu í sænsku samfélagi um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. 26. október 2021 11:11 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag, en Yasin Mahamoud er einn vinsælasti rappari landsins og hefur lögum hans verið streymt í mörg milljónum skipta, meðal annars á Spotify. Í dómi héraðsdóms kom fram að Yasin hafi boðið rapparanum Einár í upptökuver ásamt nokkrum úr glæpahópnum Vårbynätverket sem áttu svo að flytja Einár nauðugan á brott. Áætlunin gekk þó ekki eftir í það skiptið og dæmdi héraðsdómurinn Yasin í tíu mánaða fangelsi í júlí síðastliðinn fyrir að hafa skipulagt mannrán. Yasin var einn 28 liðsmanna Vårbynätverket sem réttað var yfir á árinu vegna ýmissa mála. Þannig var hinn 33 ára Chihab Lamouri, sem sagður er leiðtogi glæpahópsins, dæmdur í tæplega átján ára fangelsi. Var samanlögð refsing mannanna 147 ára fangelsi, en ákæruliðir sneru meðal annars að tilraunum til morðs, mannrán, stórfelld vopnalagabrot og fíkniefnaviðskipti. Rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í suðurhluta Stokkhólms í október síðastliðinn. Morðið hefur leitt til mikillar umræðu í sænsku samfélagi um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. 26. október 2021 11:11 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. 26. október 2021 11:11