Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2021 13:51 Yasin Mahamoud er einn vinsælasti rappari Svíþjóðar. Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag, en Yasin Mahamoud er einn vinsælasti rappari landsins og hefur lögum hans verið streymt í mörg milljónum skipta, meðal annars á Spotify. Í dómi héraðsdóms kom fram að Yasin hafi boðið rapparanum Einár í upptökuver ásamt nokkrum úr glæpahópnum Vårbynätverket sem áttu svo að flytja Einár nauðugan á brott. Áætlunin gekk þó ekki eftir í það skiptið og dæmdi héraðsdómurinn Yasin í tíu mánaða fangelsi í júlí síðastliðinn fyrir að hafa skipulagt mannrán. Yasin var einn 28 liðsmanna Vårbynätverket sem réttað var yfir á árinu vegna ýmissa mála. Þannig var hinn 33 ára Chihab Lamouri, sem sagður er leiðtogi glæpahópsins, dæmdur í tæplega átján ára fangelsi. Var samanlögð refsing mannanna 147 ára fangelsi, en ákæruliðir sneru meðal annars að tilraunum til morðs, mannrán, stórfelld vopnalagabrot og fíkniefnaviðskipti. Rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í suðurhluta Stokkhólms í október síðastliðinn. Morðið hefur leitt til mikillar umræðu í sænsku samfélagi um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. 26. október 2021 11:11 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag, en Yasin Mahamoud er einn vinsælasti rappari landsins og hefur lögum hans verið streymt í mörg milljónum skipta, meðal annars á Spotify. Í dómi héraðsdóms kom fram að Yasin hafi boðið rapparanum Einár í upptökuver ásamt nokkrum úr glæpahópnum Vårbynätverket sem áttu svo að flytja Einár nauðugan á brott. Áætlunin gekk þó ekki eftir í það skiptið og dæmdi héraðsdómurinn Yasin í tíu mánaða fangelsi í júlí síðastliðinn fyrir að hafa skipulagt mannrán. Yasin var einn 28 liðsmanna Vårbynätverket sem réttað var yfir á árinu vegna ýmissa mála. Þannig var hinn 33 ára Chihab Lamouri, sem sagður er leiðtogi glæpahópsins, dæmdur í tæplega átján ára fangelsi. Var samanlögð refsing mannanna 147 ára fangelsi, en ákæruliðir sneru meðal annars að tilraunum til morðs, mannrán, stórfelld vopnalagabrot og fíkniefnaviðskipti. Rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í suðurhluta Stokkhólms í október síðastliðinn. Morðið hefur leitt til mikillar umræðu í sænsku samfélagi um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. 26. október 2021 11:11 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. 26. október 2021 11:11