Húrra! Löggu- og bófaleikur um jólin Haukur V. Alfreðsson skrifar 27. desember 2021 07:00 Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar. Svo ætlum við að freista þess að fangelsa eigenda jurtanna, eða að minnsta kosti sendilinn, sem er kona á fertugsaldri. Ég reikna fastlega með að við munum öll getað andað léttar og sofið betur eftir að hún verður komin á bak við lás og slá. Hér að ofan er ég að gera grín að þessari frétt, þar sem fjallað er um að kona hafi verið tekin með 15 kíló af maríhúana á Keflavíkurflugvelli, en önnur 15 kíló náðust svo viku síðar (þó án handtöku, árans!). Þá er þess getið að söluvirði jurtanna sé um 90 milljónir króna og þetta magn (30kg) sé langleiðina í það sem yfirvöld ná að haldleggja á heilu ári. En hverju er þetta raunverulega að skila okkur? Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá 2019 er umfang fíkniefnaviðskipta og mannsals á Íslandi metið um 10 milljarðar króna á ári. Framangreind haldlagning er því ekki nema dropi í hafi og hefur engin raunveruleg áhrif á fíkniefnaviðskipta á Íslandi. 90 milljón króna sala (með vsk) úr búð skilar rúmlega 17 milljónum í virðisaukaskatt. Svo með því að hafa sölu á þessu maríhúana ólöleglega missum við af þessum 17 milljónum, sem gæti t.d. dugað fyrir sirka tveim hjúkrunarfræðingum í ár, auk allra annarra tengdra skattgreiðslna. Í staðin fyrir að fá inn pening þá borgum við fyrir fíkniefnalögreglu, harðara landamæraeftirlit og nú fljótlega fæði og húsnæði fyrir unga konu. Það segir sig svo sjálft að skattheimtan sem við erum að missa af og kostnaðurinn sem við erum að borga fyrir allt kerfið, þennan tíu milljarða iðnað, er mun meiri. Hjálpum öðrum að halda sér öruggum og við góða heilsu Öll viljum við halda okkur og öðrum, sér í lagi ungu fólki, öruggu. En strax á þessari örstuttu greiningu sést að þessi haldlagning kostar okkur talsverðan pening en skiptir í raun engu máli fyrir undirheimana á Íslandi. Fyrir rétt um ári skrifaði ég ítarlegri grein þar sem ég fór yfir þann kostnað og þjáningar sem við leggjum á okkur til þess að halda við vonlausu stríði, stríði sem tapaðist í raun á seinustu öld og eiginlega áður en ég fæddist. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það eru til mun áhrifaríkari leiðir en að berjast með hörðu við vímuefni. Við berjumst við hættulegan ofsaakstur með fræðslu. Við berjumst við reykingar ungmenna með fræðslu. Við berjumst við flest allt hættulegt með fræðslu. Og það virkar. Afhverju ætti það ekki að virka með eiturlyf? Og væri ekki gott að fá fjármuni frá þessum svarta markaði til þess að eiga fyrir fræðslunni, til þess að eiga fyrir úrræðum fyrir þá sem leiðast í eiturlyf, til þess að eiga fyrir öðru sem er ábótavant í okkar samfélagi. Væri ekki gott ef svarti markaðurinn væri nánast þurrkaður út þar sem engin væri varan til að versla með? Væri ekki gott að vera laus við handrukkara og hættulega framleidd efni? Við vitum að markaðurinn er til og að hann er bara að stækka. Vilt þú ekki frekar að efnin geti verið keypt á öruggari máta með leiðbeiningum og gæða vottuðu framleiðsluferli? Eða nær góðmennskan kannski bara til harðra aðgerða en ekki til þeirra sem raunverulega bjarga mannslífum og hjálpa fólki aftur út í samfélagið? Að ónefndu frelsi einstaklingsins til þess að lifa því lífi sem honum hentar, óháð hvað þér þykir um það. Fíkniefni og stjórnmál Núverandi löggu- og bófaleikur snýst ekki um neitt annað en að halda uppi ákveðinni ímynd í stjórnmálum. Ímynd sem á að sýna að viðkomandi tekur hart á málunum, hann tekur fíkniefnaógnina alvarlega og heldur unga fólkinu öruggu. Það sjá þó allir sem það vilja að þetta er farsi. Þetta er eingöngu tilraun til þess að krækja í atkvæði, enda sýna öll gögn að þessi aðferð hefur engu skilað nema að fangelsa fólk, skapa svartan markað sem kostað hefur hundruði þúsunda manna um allan heim lífið í blóðugum átökum, og neyta þjóðum um skattpeninga og þar með raunveruleg úrræði sem hjálpa. Er ekki kominn tími til þess að þora að horfast í augu við raunveruleikann og fara að hjálpa fólki og okkur sjálfum? Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar. Svo ætlum við að freista þess að fangelsa eigenda jurtanna, eða að minnsta kosti sendilinn, sem er kona á fertugsaldri. Ég reikna fastlega með að við munum öll getað andað léttar og sofið betur eftir að hún verður komin á bak við lás og slá. Hér að ofan er ég að gera grín að þessari frétt, þar sem fjallað er um að kona hafi verið tekin með 15 kíló af maríhúana á Keflavíkurflugvelli, en önnur 15 kíló náðust svo viku síðar (þó án handtöku, árans!). Þá er þess getið að söluvirði jurtanna sé um 90 milljónir króna og þetta magn (30kg) sé langleiðina í það sem yfirvöld ná að haldleggja á heilu ári. En hverju er þetta raunverulega að skila okkur? Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá 2019 er umfang fíkniefnaviðskipta og mannsals á Íslandi metið um 10 milljarðar króna á ári. Framangreind haldlagning er því ekki nema dropi í hafi og hefur engin raunveruleg áhrif á fíkniefnaviðskipta á Íslandi. 90 milljón króna sala (með vsk) úr búð skilar rúmlega 17 milljónum í virðisaukaskatt. Svo með því að hafa sölu á þessu maríhúana ólöleglega missum við af þessum 17 milljónum, sem gæti t.d. dugað fyrir sirka tveim hjúkrunarfræðingum í ár, auk allra annarra tengdra skattgreiðslna. Í staðin fyrir að fá inn pening þá borgum við fyrir fíkniefnalögreglu, harðara landamæraeftirlit og nú fljótlega fæði og húsnæði fyrir unga konu. Það segir sig svo sjálft að skattheimtan sem við erum að missa af og kostnaðurinn sem við erum að borga fyrir allt kerfið, þennan tíu milljarða iðnað, er mun meiri. Hjálpum öðrum að halda sér öruggum og við góða heilsu Öll viljum við halda okkur og öðrum, sér í lagi ungu fólki, öruggu. En strax á þessari örstuttu greiningu sést að þessi haldlagning kostar okkur talsverðan pening en skiptir í raun engu máli fyrir undirheimana á Íslandi. Fyrir rétt um ári skrifaði ég ítarlegri grein þar sem ég fór yfir þann kostnað og þjáningar sem við leggjum á okkur til þess að halda við vonlausu stríði, stríði sem tapaðist í raun á seinustu öld og eiginlega áður en ég fæddist. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það eru til mun áhrifaríkari leiðir en að berjast með hörðu við vímuefni. Við berjumst við hættulegan ofsaakstur með fræðslu. Við berjumst við reykingar ungmenna með fræðslu. Við berjumst við flest allt hættulegt með fræðslu. Og það virkar. Afhverju ætti það ekki að virka með eiturlyf? Og væri ekki gott að fá fjármuni frá þessum svarta markaði til þess að eiga fyrir fræðslunni, til þess að eiga fyrir úrræðum fyrir þá sem leiðast í eiturlyf, til þess að eiga fyrir öðru sem er ábótavant í okkar samfélagi. Væri ekki gott ef svarti markaðurinn væri nánast þurrkaður út þar sem engin væri varan til að versla með? Væri ekki gott að vera laus við handrukkara og hættulega framleidd efni? Við vitum að markaðurinn er til og að hann er bara að stækka. Vilt þú ekki frekar að efnin geti verið keypt á öruggari máta með leiðbeiningum og gæða vottuðu framleiðsluferli? Eða nær góðmennskan kannski bara til harðra aðgerða en ekki til þeirra sem raunverulega bjarga mannslífum og hjálpa fólki aftur út í samfélagið? Að ónefndu frelsi einstaklingsins til þess að lifa því lífi sem honum hentar, óháð hvað þér þykir um það. Fíkniefni og stjórnmál Núverandi löggu- og bófaleikur snýst ekki um neitt annað en að halda uppi ákveðinni ímynd í stjórnmálum. Ímynd sem á að sýna að viðkomandi tekur hart á málunum, hann tekur fíkniefnaógnina alvarlega og heldur unga fólkinu öruggu. Það sjá þó allir sem það vilja að þetta er farsi. Þetta er eingöngu tilraun til þess að krækja í atkvæði, enda sýna öll gögn að þessi aðferð hefur engu skilað nema að fangelsa fólk, skapa svartan markað sem kostað hefur hundruði þúsunda manna um allan heim lífið í blóðugum átökum, og neyta þjóðum um skattpeninga og þar með raunveruleg úrræði sem hjálpa. Er ekki kominn tími til þess að þora að horfast í augu við raunveruleikann og fara að hjálpa fólki og okkur sjálfum? Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun