Útrýmum stríði René Biasone skrifar 23. desember 2021 08:00 Þorláksmessan er fyrir mig ekki bara merkilegur dagur vegna minningar um Þorlák hin helga, heldur líka vegna friðargöngunnar sem samstarfshópur friðarhreyfingar hefur skipulagt síðan 1980. Ég saknaði friðargöngunnar í fyrra og mun sakna hennar í ár, þar sem hefur verið aflýst vegna Covid faraldursins. Mér finnst að besta gjöfin sem maður getur gefið til samfélagsins sé þegar hann tekur sér hlé frá innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Gino Strada, hinn kunni ítalski læknir, baráttumaður fyrir friði og stofnandi hinna alþjóðlegu samtaka Emergency, sem byggt hafa upp og rekið nokkra spítala í Afganistan frá árinu 1999, sem lést í ágúst síðastliðnum. Í síðasta viðtalinu sem við hann var tekið, í maímánuði, fjallaði hann um brottför Bandaríkjamanna frá Afganistan og yfirvofandi ósigur þeirra í stríðinu. Eftir tuttugu ára hernám og herkostnað sem nemur meira en 2000 milljörðum dala (250.000 milljörðum króna), eru Talibanar við völd á ný. Íbúar Afganistan eru fátækari nú en árið 2001, afganskir flóttamenn eru í dag fjórar milljónir, sem sagt um tíundi hluti þjóðarinnar. Meira en 150 þúsund Afganar, einkum óbreyttir borgarar, hafa látist vegna stríðsins, samkvæmt varfærnustu áætlunum. Vesturlönd, sem hernámu Afganistan í tuttugu ár, eyddu litlu sem engu til að byggja upp landið, mestallir peningarnir fóru í að viðhalda stríðinu. Til hvers? „Þetta var til einskis.“ sagði Strada. Hann benti jafnframt á að Ítalir eyddu tæpum níu milljörðum evra (1.350 milljörðum króna) í stríðið í Afganistan en einungis 320 milljónir evra runnu til þróunaraðstoðar í landinu. Það er augljóst að Afganar upplifðu viðveru alþjóðaheraflans í sínu heimalandi sem innrásarlið en ekki sem bjargvætti. Með broti af þessum peningum sem sóað var í stríðið í Afganistan væri hægt að byggja upp hvers kyns innviði á borð við skóla, spítala, og hagkerfi í heild en í staðinn hafa meira en helmingur afganskra barna þjáðst af hungri undanfarinn áratug samkvæmt skýrslum SÞ. Gino Strada var afdráttarlaus hvað varðar árangur af stríðinu: „Það er augljóst núna að frá hernaðarlegu sjónarmiði hefur 20 ára viðvera Vesturlanda í Afganistan verið algjör mistök, hrein mistök“. Og frá sjónarhóli áunninna réttinda, t.d. kvenréttinda? „Svo lengi sem stríð stendur, er augljóslega fráleitt að tala um nein réttindi“ sagði Strada í viðtalinu. Sinnuleysi Evrópu Evrópuríki hafa einnig brugðist Afgönum á fleiri vegu. Því miður hefur Afganistan verið vettvangur gleymdrar styrjaldar og á síðustu tólf árum hafa þúsundir flóttamanna frá Afganistan verið sendar frá Evrópu aftur til hins stríðshrjáða lands. Ísland er þar ekki undantekning. Á undanförnum áratug hafa afar fáar hælisumsóknir flóttamanna frá Afganistan verið teknar til efnislegrar meðferðar. Skuld okkar við afgönsku þjóðina er mikil. Það þarf pólitískan vilja til að finna friðsamlega og mannúðlega lausn fyrir Afgana í framtíðinni. Hjálparsamtök vilja vinna áfram í Afganistan. En fyrir utan að veita brýna neyðaraðstoð, þarf að vinna saman að því markmiði að útrýma stríði í heiminum. Þetta er það besta sem við getum gert fyrir komandi kynslóðir. Mig langar einnig að minna á skelfilega stöðu sem skapaðist við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í haust. Meðal þeirra sem fengu hræðilegar móttökur við landamæri Póllands/ESB voru líka 560 Afganar, en flestir voru frá Írak. Hættuleg og ögrandi stefna NATO Ég tel að mikilvægasta framlag okkar Íslendinga til heimsmála á næstum árum sé að leggja ríka áherslu á friðarstefnu og afvopnun. Auka þarf þróunarsamstarf í löndum sem hafa þjáðst í stríði; móta og framfylgja þarf mannsæmandi flóttamannastefnu. Mikilvægt er einnig að lögsaga Íslands verði friðlýst fyrir kjarnorku-, sýkla- og efnavopnum og umferð þeirra verði bönnuð. Ég vona einnig að á næstu árum muni Ísland undirrita og lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hefja alvöru umræðu um tilgang, stefnu og áhrif NATO. Vinna þarf að afvopnun á öllum sviðum og draga einnig úr efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum áhrifum stríðsiðnaðar. Fyrir örfáum dögum síðan komu þær skelfilegu fréttir að fleiri almennir borgarar hafa fallið í árásum Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum en talið var. Margar árásir hafa verið gerðar með ómönnuðum loftförum, sem sprengdu og drápu tugi saklausra, einkum börnum, til að reyna að ná einum meintum óvini. Þetta kallar ég ekki stríð, þetta eru glæpir gegn mankyni. Íslendingar, sem skilgreina sig oft sem einhverja friðsömustu þjóð í heimi, eiga ekkert sameiginlegt með hernaðarbandalaginu NATO. Síðast en ekki síst hef ég miklar áhyggjur af þeirri stefnu Bandaríkjamanna og NATO að opna herstöðvar í Eystrasaltsríkjunum, Skandinavíu og Austur-Evrópu alveg við landamæri Rússlands. Það þarf að hverfa frá þessari hættulegu ögrandi stefnu og í staðin þarf að finna friðsamlegar lausnir, t.d. aukið samstarf, menningarleg samskipti og viðskipti milli allra landa veraldarinnar, frekar en að dýpka skotgrafir, einkum milli vesturs og austurs. Afstaða Íslands skiptir máli Það er mikilvægt fyrir Ísland að leggja rækt við gott alþjóðlegt samstarf en finna þarf leiðir sem gagnast myndu til að takast á við mál eins og loftslagsvá, verndun líffræðilegrar fjölbreytni og baráttu við heimsfaraldra. Mikilvægt er fyrir Ísland að tekið verði mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þarf stöðugleika, efla samstöðu á milli ríkja, frið, mannréttindi, jöfnuð, virðingu fyrir alþjóðalögum, sjálfbæra þróun, vörn eigin gilda og öryggi á heimsvísu. Þess vegna tel ég tímabært að hefja fyrir alvöru umræður um hvernig Ísland, og jafnvel Norðurlöndin öll geti unnið að alþjóðastefnu á þessum nótum án þess að binda trúss sitt við úreltar stríðsvélar á borð við NATO. Höfundur er annar varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Afganistan René Biasone Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorláksmessan er fyrir mig ekki bara merkilegur dagur vegna minningar um Þorlák hin helga, heldur líka vegna friðargöngunnar sem samstarfshópur friðarhreyfingar hefur skipulagt síðan 1980. Ég saknaði friðargöngunnar í fyrra og mun sakna hennar í ár, þar sem hefur verið aflýst vegna Covid faraldursins. Mér finnst að besta gjöfin sem maður getur gefið til samfélagsins sé þegar hann tekur sér hlé frá innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Gino Strada, hinn kunni ítalski læknir, baráttumaður fyrir friði og stofnandi hinna alþjóðlegu samtaka Emergency, sem byggt hafa upp og rekið nokkra spítala í Afganistan frá árinu 1999, sem lést í ágúst síðastliðnum. Í síðasta viðtalinu sem við hann var tekið, í maímánuði, fjallaði hann um brottför Bandaríkjamanna frá Afganistan og yfirvofandi ósigur þeirra í stríðinu. Eftir tuttugu ára hernám og herkostnað sem nemur meira en 2000 milljörðum dala (250.000 milljörðum króna), eru Talibanar við völd á ný. Íbúar Afganistan eru fátækari nú en árið 2001, afganskir flóttamenn eru í dag fjórar milljónir, sem sagt um tíundi hluti þjóðarinnar. Meira en 150 þúsund Afganar, einkum óbreyttir borgarar, hafa látist vegna stríðsins, samkvæmt varfærnustu áætlunum. Vesturlönd, sem hernámu Afganistan í tuttugu ár, eyddu litlu sem engu til að byggja upp landið, mestallir peningarnir fóru í að viðhalda stríðinu. Til hvers? „Þetta var til einskis.“ sagði Strada. Hann benti jafnframt á að Ítalir eyddu tæpum níu milljörðum evra (1.350 milljörðum króna) í stríðið í Afganistan en einungis 320 milljónir evra runnu til þróunaraðstoðar í landinu. Það er augljóst að Afganar upplifðu viðveru alþjóðaheraflans í sínu heimalandi sem innrásarlið en ekki sem bjargvætti. Með broti af þessum peningum sem sóað var í stríðið í Afganistan væri hægt að byggja upp hvers kyns innviði á borð við skóla, spítala, og hagkerfi í heild en í staðinn hafa meira en helmingur afganskra barna þjáðst af hungri undanfarinn áratug samkvæmt skýrslum SÞ. Gino Strada var afdráttarlaus hvað varðar árangur af stríðinu: „Það er augljóst núna að frá hernaðarlegu sjónarmiði hefur 20 ára viðvera Vesturlanda í Afganistan verið algjör mistök, hrein mistök“. Og frá sjónarhóli áunninna réttinda, t.d. kvenréttinda? „Svo lengi sem stríð stendur, er augljóslega fráleitt að tala um nein réttindi“ sagði Strada í viðtalinu. Sinnuleysi Evrópu Evrópuríki hafa einnig brugðist Afgönum á fleiri vegu. Því miður hefur Afganistan verið vettvangur gleymdrar styrjaldar og á síðustu tólf árum hafa þúsundir flóttamanna frá Afganistan verið sendar frá Evrópu aftur til hins stríðshrjáða lands. Ísland er þar ekki undantekning. Á undanförnum áratug hafa afar fáar hælisumsóknir flóttamanna frá Afganistan verið teknar til efnislegrar meðferðar. Skuld okkar við afgönsku þjóðina er mikil. Það þarf pólitískan vilja til að finna friðsamlega og mannúðlega lausn fyrir Afgana í framtíðinni. Hjálparsamtök vilja vinna áfram í Afganistan. En fyrir utan að veita brýna neyðaraðstoð, þarf að vinna saman að því markmiði að útrýma stríði í heiminum. Þetta er það besta sem við getum gert fyrir komandi kynslóðir. Mig langar einnig að minna á skelfilega stöðu sem skapaðist við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í haust. Meðal þeirra sem fengu hræðilegar móttökur við landamæri Póllands/ESB voru líka 560 Afganar, en flestir voru frá Írak. Hættuleg og ögrandi stefna NATO Ég tel að mikilvægasta framlag okkar Íslendinga til heimsmála á næstum árum sé að leggja ríka áherslu á friðarstefnu og afvopnun. Auka þarf þróunarsamstarf í löndum sem hafa þjáðst í stríði; móta og framfylgja þarf mannsæmandi flóttamannastefnu. Mikilvægt er einnig að lögsaga Íslands verði friðlýst fyrir kjarnorku-, sýkla- og efnavopnum og umferð þeirra verði bönnuð. Ég vona einnig að á næstu árum muni Ísland undirrita og lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hefja alvöru umræðu um tilgang, stefnu og áhrif NATO. Vinna þarf að afvopnun á öllum sviðum og draga einnig úr efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum áhrifum stríðsiðnaðar. Fyrir örfáum dögum síðan komu þær skelfilegu fréttir að fleiri almennir borgarar hafa fallið í árásum Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum en talið var. Margar árásir hafa verið gerðar með ómönnuðum loftförum, sem sprengdu og drápu tugi saklausra, einkum börnum, til að reyna að ná einum meintum óvini. Þetta kallar ég ekki stríð, þetta eru glæpir gegn mankyni. Íslendingar, sem skilgreina sig oft sem einhverja friðsömustu þjóð í heimi, eiga ekkert sameiginlegt með hernaðarbandalaginu NATO. Síðast en ekki síst hef ég miklar áhyggjur af þeirri stefnu Bandaríkjamanna og NATO að opna herstöðvar í Eystrasaltsríkjunum, Skandinavíu og Austur-Evrópu alveg við landamæri Rússlands. Það þarf að hverfa frá þessari hættulegu ögrandi stefnu og í staðin þarf að finna friðsamlegar lausnir, t.d. aukið samstarf, menningarleg samskipti og viðskipti milli allra landa veraldarinnar, frekar en að dýpka skotgrafir, einkum milli vesturs og austurs. Afstaða Íslands skiptir máli Það er mikilvægt fyrir Ísland að leggja rækt við gott alþjóðlegt samstarf en finna þarf leiðir sem gagnast myndu til að takast á við mál eins og loftslagsvá, verndun líffræðilegrar fjölbreytni og baráttu við heimsfaraldra. Mikilvægt er fyrir Ísland að tekið verði mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þarf stöðugleika, efla samstöðu á milli ríkja, frið, mannréttindi, jöfnuð, virðingu fyrir alþjóðalögum, sjálfbæra þróun, vörn eigin gilda og öryggi á heimsvísu. Þess vegna tel ég tímabært að hefja fyrir alvöru umræður um hvernig Ísland, og jafnvel Norðurlöndin öll geti unnið að alþjóðastefnu á þessum nótum án þess að binda trúss sitt við úreltar stríðsvélar á borð við NATO. Höfundur er annar varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavík Norður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun