Að alast upp í heimsfaraldri Valgerður Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2021 08:31 Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar