Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 12:12 Réttarhöldin hófust í október 2020. Sakborningurinn vildi þá lítið segja um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu. AP Dómstóll í Berlín í Þýskalandi dæmdi í morgun rússneskan ríkisborgara í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni í ágúst 2019. Rússinn Vadim Krasikov var dæmdur fyrir að hafa skotið Zelimkhan Khangoshvili í höfuðið í Litla dýragarðinum (Kleiner Tiergarten) miðjan dag 19. ágúst 2019. Krasikov var handtekinn degi síðar. Saksóknarar í málinu töldu Krasikov hafa myrt Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar, FSB. DW segir frá því að saksóknarar hafi við réttarhöld útskýrt hvernig rússnesk yfirvöld hafi skapað lepp fyrir Krasikov, Vadim Solokov, sem ferðaðist um Evrópu dagana fyrri morðið. Krasikov er sagður hafa nálgast Khangoshvili á hjóli og skotið hann með Glock 26 byssu, búinn hljóðdeyfi, einu skoti í höfuðið. Krasikov hafi svo skotið öðru skoti þar sem maðurinn lá á jörðinni, áður en hann flúði vettvanginn á hjólinu. Kafarar lögreglu fundu svo morðvopnið, hárkollu sem Krasikov klæddist og hjólið hans á botni árinnar Spree. Þýsk stjórnvöld ráku tvo rússneska embættismenn úr landi vegna morðsins, að sögn vegna lítils samstarfsvilja rússneskra stjórnvalda við rannsókn málsins. Þýskaland Rússland Tengdar fréttir Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05 Þjóðverjar vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna morðs Ákvörðunin er tekin í tengslum við rannsókn á morði á téténskum uppreisnarmanni í Berlín. 4. desember 2019 14:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Rússinn Vadim Krasikov var dæmdur fyrir að hafa skotið Zelimkhan Khangoshvili í höfuðið í Litla dýragarðinum (Kleiner Tiergarten) miðjan dag 19. ágúst 2019. Krasikov var handtekinn degi síðar. Saksóknarar í málinu töldu Krasikov hafa myrt Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar, FSB. DW segir frá því að saksóknarar hafi við réttarhöld útskýrt hvernig rússnesk yfirvöld hafi skapað lepp fyrir Krasikov, Vadim Solokov, sem ferðaðist um Evrópu dagana fyrri morðið. Krasikov er sagður hafa nálgast Khangoshvili á hjóli og skotið hann með Glock 26 byssu, búinn hljóðdeyfi, einu skoti í höfuðið. Krasikov hafi svo skotið öðru skoti þar sem maðurinn lá á jörðinni, áður en hann flúði vettvanginn á hjólinu. Kafarar lögreglu fundu svo morðvopnið, hárkollu sem Krasikov klæddist og hjólið hans á botni árinnar Spree. Þýsk stjórnvöld ráku tvo rússneska embættismenn úr landi vegna morðsins, að sögn vegna lítils samstarfsvilja rússneskra stjórnvalda við rannsókn málsins.
Þýskaland Rússland Tengdar fréttir Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05 Þjóðverjar vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna morðs Ákvörðunin er tekin í tengslum við rannsókn á morði á téténskum uppreisnarmanni í Berlín. 4. desember 2019 14:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05
Þjóðverjar vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna morðs Ákvörðunin er tekin í tengslum við rannsókn á morði á téténskum uppreisnarmanni í Berlín. 4. desember 2019 14:31