Sjúkraliðar og hinn nýi stjórnarsáttmáli Sandra B. Franks skrifar 14. desember 2021 07:30 Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun