Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2021 21:01 Birgir Örn Guðjónsson hefur áhyggjur af fjölda ofbeldisbrota hjá ungum krökkum. Vísir/Arnar Halldórsson Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. Töluvert hefur borið á fréttum af árásum ungmenna að undanförnu. Má þar til að mynda nefna hóp barna í Garðabæ sem safnaðist saman við heimili samnemenda síns í síðasta mánuði og hótuðu honum ofbeldi. Þá var ráðist á tvo sextán ára drengi á Álftanesi á föstudag og gróf árás var við Kringluna á laugardag þegar hópur ungmenna veitti pilt undir átján ára aldri höfuðhögg. Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri og samfélagslögregla, segist að árásirnar séu oftast gerðar í þeim tilgangi að fá læk á samfélagsmiðlum. „Það er ekkert hægt að neita því að það virðist vera ákveðinn stígandi, fjölgun í þessum brotum, sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Birgir. „Þetta er farin að verða ákveðin sýning. Það eru aðilar og jafnvel hópar sem vilja taka þetta upp og sýna á samfélagsmiðlum, og það er þessi heimur sem krakkar eru rosalega mikið með í sínum lófa inni í herbergi og foreldrar vita ekkert hvaða heimur þetta er,“ segir hann. Í þessum heimi skapi krakkarnir sér nafn sem hættulegir einstaklingar og búi sér til heim sem sé fullur af ótta og hótunum. Með barefli og hnífa á sér Birgir segir að borið hafi á því að unglingar beri á sér vopn á borð við hnífa. „Eitthvað sem er gert í ákveðnu hugsanaleysi. Ég hef rætt við mjög mikið af unglingum og yfirleitt vita þeir ekkert af hverju þeir eru með þetta á sér. Þeir segja bara að þeir séu að verja sig – en þegar ég spyr hvað þeir ætli að gera ef þeir reiðist, hvort þeir ætli í alvöru að taka upp hnífinn og stinga aðra og lifa með því restina af lífinu, þá nær hugsunin bara ekki þangað. Þetta er bara einhver viðtekin venja að ákveðinn hópur er tilbúinn til að bera á sér hníf eða barefli og mæta þannig í slagsmál.“ Sjálfur hefur Birgir starfað með barnaverndarnefndum í tengslum við mál af þessum toga auk þess sem hann sinnir forvarnarstarfi í skólum. Hann segir mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín. „Samtalið er það sem ég held að skipti öllu máli. Þessi heimur þarna er kominn til að vera og það skiptir máli að eiga eðlilegt samtal,“ segir hann. „Skilaboðin til unglinganna eru að mæta ekki á staðinn þar sem búið er að ákveða slagsmál. Að taka ekki þátt í þessu. Ekki að taka þetta upp og ekki dreifa þessu. Vera ekki partur af þessum heimi og hjálpa okkur frekar, bara sem samfélag.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07 Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22 Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Töluvert hefur borið á fréttum af árásum ungmenna að undanförnu. Má þar til að mynda nefna hóp barna í Garðabæ sem safnaðist saman við heimili samnemenda síns í síðasta mánuði og hótuðu honum ofbeldi. Þá var ráðist á tvo sextán ára drengi á Álftanesi á föstudag og gróf árás var við Kringluna á laugardag þegar hópur ungmenna veitti pilt undir átján ára aldri höfuðhögg. Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri og samfélagslögregla, segist að árásirnar séu oftast gerðar í þeim tilgangi að fá læk á samfélagsmiðlum. „Það er ekkert hægt að neita því að það virðist vera ákveðinn stígandi, fjölgun í þessum brotum, sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Birgir. „Þetta er farin að verða ákveðin sýning. Það eru aðilar og jafnvel hópar sem vilja taka þetta upp og sýna á samfélagsmiðlum, og það er þessi heimur sem krakkar eru rosalega mikið með í sínum lófa inni í herbergi og foreldrar vita ekkert hvaða heimur þetta er,“ segir hann. Í þessum heimi skapi krakkarnir sér nafn sem hættulegir einstaklingar og búi sér til heim sem sé fullur af ótta og hótunum. Með barefli og hnífa á sér Birgir segir að borið hafi á því að unglingar beri á sér vopn á borð við hnífa. „Eitthvað sem er gert í ákveðnu hugsanaleysi. Ég hef rætt við mjög mikið af unglingum og yfirleitt vita þeir ekkert af hverju þeir eru með þetta á sér. Þeir segja bara að þeir séu að verja sig – en þegar ég spyr hvað þeir ætli að gera ef þeir reiðist, hvort þeir ætli í alvöru að taka upp hnífinn og stinga aðra og lifa með því restina af lífinu, þá nær hugsunin bara ekki þangað. Þetta er bara einhver viðtekin venja að ákveðinn hópur er tilbúinn til að bera á sér hníf eða barefli og mæta þannig í slagsmál.“ Sjálfur hefur Birgir starfað með barnaverndarnefndum í tengslum við mál af þessum toga auk þess sem hann sinnir forvarnarstarfi í skólum. Hann segir mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín. „Samtalið er það sem ég held að skipti öllu máli. Þessi heimur þarna er kominn til að vera og það skiptir máli að eiga eðlilegt samtal,“ segir hann. „Skilaboðin til unglinganna eru að mæta ekki á staðinn þar sem búið er að ákveða slagsmál. Að taka ekki þátt í þessu. Ekki að taka þetta upp og ekki dreifa þessu. Vera ekki partur af þessum heimi og hjálpa okkur frekar, bara sem samfélag.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07 Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22 Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. 21. nóvember 2021 19:07
Árásin gróf og litin alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. desember 2021 11:22
Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. 11. desember 2021 15:01